Enski boltinn

Fjórir lykilmenn snúa aftur í stórleik helgarinnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pogba og Alisson verða væntanlega í byrjunarliðunum um helgina.
Pogba og Alisson verða væntanlega í byrjunarliðunum um helgina. vísir/getty/samsett
Manchester United og Liverpool mætast í stórleik níundu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar um helgina.Bæði lið hafa verið með menn á meiðslalistanum en útlit er fyrir að flestir af þeim verði komnir aftur á fætur um helgina.Alisson, markvörður Liverpool, hefur ekki spilað síðan í 1. umferðinni er hann meiddist en hann er kominn á fullt ról. Óvíst er þó hvort að hann verði í markinu um helgina.Hjá Man. United verða þeir Paul Pogba, Luke Shaw og Aaron Wan-Bissaka væntanlega allir mættir aftur í byrjunarliðið eftir að hafa glímt við meiðsli.Leikur Man. United og Liverpool er á sunnudaginn en Liverpool er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar á meðan United er í 12. sætinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.