Enski boltinn

Fjórir lykilmenn snúa aftur í stórleik helgarinnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pogba og Alisson verða væntanlega í byrjunarliðunum um helgina.
Pogba og Alisson verða væntanlega í byrjunarliðunum um helgina. vísir/getty/samsett

Manchester United og Liverpool mætast í stórleik níundu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar um helgina.

Bæði lið hafa verið með menn á meiðslalistanum en útlit er fyrir að flestir af þeim verði komnir aftur á fætur um helgina.

Alisson, markvörður Liverpool, hefur ekki spilað síðan í 1. umferðinni er hann meiddist en hann er kominn á fullt ról. Óvíst er þó hvort að hann verði í markinu um helgina.

Hjá Man. United verða þeir Paul Pogba, Luke Shaw og Aaron Wan-Bissaka væntanlega allir mættir aftur í byrjunarliðið eftir að hafa glímt við meiðsli.

Leikur Man. United og Liverpool er á sunnudaginn en Liverpool er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar á meðan United er í 12. sætinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.