Enski boltinn

Pochettino ætlar ekki að versla neitt í janúar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mauricio Pochettino
Mauricio Pochettino vísir/getty

Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, á ekki von á því að neinar hreyfingar verði á leikmannamálum Tottenham í janúar.

Pochettino sagði í september að hann ætlaði að nota janúarmánuð til þess að taka til í leikmannahópnum en nú virðist hann hafa skipt um skoðun og segist trúa á þann hóp sem hann er með.

„Ég trúi á þá leikmenn sem við höfum í Tottenham í dag. Ég held ekki að það verði hreyfingar í janúar,“ sagði Pochettino.

„Ég ber virðingu fyrir skoðunum allra og ég veit að fólk mun segja að við þurfum að gera breytingar. En þetta er mín ákvörðun og ég ætla að halda mig við mína leikmenn.“

Tottenham er aðeins búið að ná í þrjá sigra í öllum keppnum á þessu tímabili og liðið hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum.

Tottenham mætir Watford í ensku úrvalsdeildinni á laugardag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.