Enski boltinn

Leicester í annað sæti eftir endurkomu gegn Burnley

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leicester er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar eins og er
Leicester er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar eins og er vísir/getty
Leicester fór í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar með endurkomusigri á Burnley á heimavelli sínum í dag.

Chris Wood kom gestunum í Burnley yfir á 26. mínútu eftir fyrirgjöf Dwight McNeil inn í teiginn. Boltinn fór endanna á milli þar til Jamie Vardy tókst að jafna metin á síðustu mínútu fyrri hálfleiks.

Um miðjan seinni hálfleik skoraði Youri Tielemans og kom Leicester yfir.

Wood virtist hafa jafnað metin á nýjan leik á 80. mínútu en eftir skoðun myndbandsdómara var markið dæmt ógilt. Wood var dæmdur brotlegur og markið fékk ekki að standa. Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley, var alls ekki sáttur við þá ákvörðun.

Burnley náði ekki að koma öðru marki í netið, lokatölur urðu því 2-1 fyrir Leicester.

Refirnir fara því upp í annað sæti deildarinnar með 17 stig, upp fyrir Chelsea á markatölu. Burnley er í áttunda sæti með 12 stig.

Jóhann Berg Guðmundsson spilaði ekki með Burnley vegna meiðsla.

Í öðrum leikjum vann Aston Villa 2-1 sigur á Brighton, Bournemouth og Norwich gerðu markalaust jafntefli og Wolves og Southampton skildu jöfn 1-1.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.