Enski boltinn

Solskjær: Hafði áhrif að aðstoðardómarinn lyfti flagginu upp

Anton Ingi Leifsson skrifar
Solskjær eftir leikinn í gær.
Solskjær eftir leikinn í gær. vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær var ekki par hrifinn af ákvörðun dómarateymisins í leik Man. United og Arsenal í gær er Arsenal skoraði jöfnunarmar leiksins.

Pierre-Emerick Aubameyang tryggði Arsenal stig með marki á 59. mínútu en hann slapp einn í gegn. Aðstoðardómarinn lyfti flaggi sínu en Kevin Friend beið þangað til að boltinn var kominn í netið og flautaði svo.

Hann fékk svo aðstoð VAR og að endingu var markið dæmt gott og gilt. Leikmenn United voru ekki sáttir því aðstoðardómarinn lyfti flaggi sínu og Solskjær tók í sama streng.







„Ashley Young heldur uppi hendinni og horfir á línuvörðinn og mögulega hikar. Hann gæti hafa komist fyrir skotið,“ sagði Solskjær.

„Það hefði mögulega hjálpað David De Gea en það er engin huggun því þetta er frábært mark fyrir þá þrátt fyrir að línuvörðurinn hefði átt að halda flagginu niðri.“

„Það hefði áhrif á atvikið að hann lyfti flagginu. Þegar þetta er svona geturðu beðið og tekið það til baka síðar,“ sagði pirraður Solskjær.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×