Íslenski boltinn

Helgi Sig tekinn við ÍBV

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Helgi tók við Fylki árið 2016. Hann er nú tekinn við ÍBV
Helgi tók við Fylki árið 2016. Hann er nú tekinn við ÍBV Fréttablaðið/Eyþór

Helgi Sigurðsson er nýr þjálfari ÍBV í fótbolta karla. Hann var tilkynntur sem þjálfari félagsins á blaðamannafundi í Eyjum í dag.

Helgi skrifaði undir þriggja ára samning við ÍBV.

Síðustu þrjú ár hefur hann verið stjóri Fylkis. Hann kom liðinu upp í efstu deild á sínu fyrsta tímabili og náði að halda Árbæingum uppi síðustu tvö ár.

Fylkismenn ákváðu að skipta um þjálfara eftir tímabilið og á enn eftir að koma í ljós hver tekur við Fylki. Helgi er hins vegar farinn til Eyja.

ÍBV féll úr Pepsi Max deildinni í haust og mun Helgi því stýra liðinu í Inkassodeildinni næsta sumar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.