Enski boltinn

„Eini glæpur Barkley er að borða franskar í leigubíl“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Barkley á æfingu með Chelsea
Barkley á æfingu með Chelsea vísir/getty
Ross Barkley braut engar agareglur þegar hann var úti á lífinu fram undir morgun um helgina þrátt fyrir að stutt væri í næsta leik.

Myndir af Barkley fyrir utan leigubíl að tala við lögregluþjón í Liverpool seint á sunnudagskvöld fóru um samfélagsmiðla í byrjun vikunar. Með myndunum fylgdi saga þess efnis að Barkley hafi sullað mat á gólf leigubílsins og neitað að borga bílstjóranum fyrir.

Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, segir Barkley ekki hafa brotið neinar reglur þar sem atvikið var meira en 48 klukkutímum fyrir Meistaradeildarleik Chelsea og Lille á miðvikudag.

„Hann hefur ekki framið neinn glæp, annan en það að borða franskar í aftursætinu á leigurbíl,“ sagði Lampard. Knattspyrnustjórinn sagði að Barkley myndi ferðast með liðinu.

„En á alvarlegu nótunum, þá var hann fyrir mér svolítið barnalegur að fara út á lífið þegar það er Meistaradeildarleikur handan við hornið. Hann viðurkennir það sjálfur.“

„Svona hlutir eiga ekki að gerast hjá atvinnumönnum.“

„En mér líkar við Ross og hef ekki átt í neinum vandræðum með hann. Hann æfir vel og vill gera vel. Hann viðurkenndi mistök sín og ég tek því gildu.“

Chelsea mætir Lille í Meistaradeild Evrópu í kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×