Enski boltinn

Vilja fá Ødegaard sem arftaka Davids Silva

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ødegaard hefur fundið fjölina sína hjá Real Sociedad.
Ødegaard hefur fundið fjölina sína hjá Real Sociedad. vísir/getty
Manchester City vill fá norska landsliðsmanninn Martin Ødegaard til að fylla skarð Davids Silva sem yfirgefur félagið eftir tímabilið.

Enskir fjölmiðlar greina frá því að City hafi áhuga á Ødegaard sem hefur spilað mjög vel með Real Sociedad í upphafi tímabils. Sociedad fékk Norðmanninn á láni frá Real Madrid.

Hinn tvítugi Ødegaard, sem hefur leikið 20 landsleiki fyrir Noreg, ku einnig vera undir smásjá Manchester United og Arsenal.

Ødegaard kom til Real Madrid frá Strømsgodset fyrir fjórum árum. Hann hefur aðeins leikið tvo leiki fyrir aðallið Real Madrid.

Þrátt fyrir að hafa notað Ødegaard sparlega er talið að Real Madrid vilji fá meira en 60 milljónir punda fyrir hann.

Í fyrstu sjö leikjum Real Sociedad í spænsku úrvalsdeildinni hefur Ødegaard skorað tvö mörk og gefið tvær stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×