Írönsk Instagram stjarna handtekin fyrir guðlast Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. október 2019 15:54 Sahar Tabar beitti ýmsum aðferðum til að ná fram útliti sínu. instagram Íranska Instagram stjarnan Sahar Tabar, sem þekkt er fyrir öfgakennt útlit sitt, hefur verið handtekin. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Tabar er ásökuð um ýmsa glæpi, þar á meðal guðlast og að hafa hvatt til ofbeldis, samkvæmt fréttaflutningi Tasnim fréttastofunnar. Tabar vakti mikla athygli í fyrra þegar myndum af henni var dreift um Internetið og er hún talin hafa farið í allt að 50 lýtaaðgerðir til að líkjast leikkonunni Angelinu Jolie, en myndirnar af henni eru sagðar vera mikið unnar.Sahar Tabar var handtekin meðal annars fyrir guðlast og að hafa hvatt til ofbeldis.instagramSahar Tabar er 22 ára gömul og er hún þekkt fyrir myndir og myndbönd sem hún hefur birt á Instagram síðu sinni. Margir netverjar hafa sagt hana vera uppvakningsútgáfuna (e. Zombie) af Angelinu Jolie. Tabar ýjaði sjálf að því, eftir að fylgjendum hennar fjölgaði á Instagram, að hún næði öfgakenndu útlitinu fram með förðun og tölvuvinnslu. Samkvæmt heimildum fréttastofu Tasnim var Tabar handtekin eftir að lögregluyfirvöldum bárust kvartanir frá almenningi. Hún er ásökuð um guðlast, að hafa hvatt til ofbeldis, að hafa stolið, brotið reglur landsins um klæðaburð og að hafa hvatt ungt fólk til uppreisnar. Instagram síða hennar hefur síðan verið tekin niður. Hún bætist nú við langan lista íranskra áhrifavalda og tískubloggara sem hafa komist í kast við lögin. Eftir að fregnir af handtöku hennar bárust hafa íranskir netverjar fordæmt yfirvöld harðlega. Íran Trúmál Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Íranska Instagram stjarnan Sahar Tabar, sem þekkt er fyrir öfgakennt útlit sitt, hefur verið handtekin. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Tabar er ásökuð um ýmsa glæpi, þar á meðal guðlast og að hafa hvatt til ofbeldis, samkvæmt fréttaflutningi Tasnim fréttastofunnar. Tabar vakti mikla athygli í fyrra þegar myndum af henni var dreift um Internetið og er hún talin hafa farið í allt að 50 lýtaaðgerðir til að líkjast leikkonunni Angelinu Jolie, en myndirnar af henni eru sagðar vera mikið unnar.Sahar Tabar var handtekin meðal annars fyrir guðlast og að hafa hvatt til ofbeldis.instagramSahar Tabar er 22 ára gömul og er hún þekkt fyrir myndir og myndbönd sem hún hefur birt á Instagram síðu sinni. Margir netverjar hafa sagt hana vera uppvakningsútgáfuna (e. Zombie) af Angelinu Jolie. Tabar ýjaði sjálf að því, eftir að fylgjendum hennar fjölgaði á Instagram, að hún næði öfgakenndu útlitinu fram með förðun og tölvuvinnslu. Samkvæmt heimildum fréttastofu Tasnim var Tabar handtekin eftir að lögregluyfirvöldum bárust kvartanir frá almenningi. Hún er ásökuð um guðlast, að hafa hvatt til ofbeldis, að hafa stolið, brotið reglur landsins um klæðaburð og að hafa hvatt ungt fólk til uppreisnar. Instagram síða hennar hefur síðan verið tekin niður. Hún bætist nú við langan lista íranskra áhrifavalda og tískubloggara sem hafa komist í kast við lögin. Eftir að fregnir af handtöku hennar bárust hafa íranskir netverjar fordæmt yfirvöld harðlega.
Íran Trúmál Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira