Erlent

Beita þvingunum vegna mannréttindabrota í Xinjiang

Samúel Karl Ólason skrifar
Meðal þeirra sem verða fyrir viðskiptaþvingunum er fyrirtækið Hikvision. Eitt stærsta fyrirtæki heimsins varðandi framleiðslu öryggis- og eftirlitsbúnaðar.
Meðal þeirra sem verða fyrir viðskiptaþvingunum er fyrirtækið Hikvision. Eitt stærsta fyrirtæki heimsins varðandi framleiðslu öryggis- og eftirlitsbúnaðar. EPA/ROMAN PILIPEY
Yfirvöld Bandaríkjanna hafa beitt viðskiptaþvingunum gegn 28 kínverskum stofnunum og fyrirtækjum vegna mannréttindabrota í Xinjiang-héraði. Yfirvöld Kína hafa þar haldið allt að milljón múslimum, sem flestir eru Úígúrar, í búðum sem mannréttindasamtök og Sameinuðu þjóðirnar segja vera fanga- og endurmenntunarbúðir. Kínverjar segja þó að um sé að ræða þjálfunarbúðir þar sem barist sé gegn öfgum og hryðjuverkum.Fólk sem hefur komið úr þessum búðum hefur sagt að þar séu þau þvinguð til þess að afneita trú þeirra og að lýsa yfir hollustu við yfirvöld Kína.

Sjá einnig: Ekki fangabúðir, heldur „þjálfunarbúðir“Þær stofnanir og fyrirtæki sem um ræðir munu ekki geta keypt vörur frá bandarískum fyrirtækjum án samþykkis yfirvalda. Þar á meðal eru fyrirtækin Hikvision, Dahua Technology og Megvii Technology. Öll þrjú fyrirtækin sérhæfa sig í framleiðslu tækjabúnaðar varðandi andlitsgreiningu. Samkvæmt frétt BBC er Hikvision eitt stærsta fyrirtækis heims sem framleiða öryggis- og eftirlitsbúnað.Áður höfðu Bandaríkin sent kínverska fyrirtækið Huawei á sama lista en Bandaríkin og Kína eiga í miklum viðskiptadeilum. Fregnir hafa borist af því að ríkisstjórn Donald Trump sé að skoða að meina kínverskum fyrirtækjum að skrá sig í bandarískum kauphöllum.

 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.