Ekki fangabúðir, heldur „þjálfunarbúðir“ Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2018 12:33 Shohrat Zakir, ríkisstjóri Xinjiang i Kína. AP/Ng Han Guan Ríkisstjóri Xinjiang i Kína segir meðlimum minnihlutahóps sé ekki haldið í massavís í fanga- og endurmenntunarbúðum í vesturhluta landsins. Þess í stað séu yfirvöld Kína að bjarga fólki frá öfgum, að kenna þeim að tala kínversku og að sættast við nútímavísindi. Þetta segir ríkisstjórinn Shohrat Zakir í grein sem birtist í ríkismiðlinum Xinhua News Agency. Þar segir að aðlögun Úígúra og annarra minnihlutahópa sé mjög mikilvæg. Talið er að minnst milljón manns sem tilheyri Úígúrum, sem eru íslamstrúar, og öðrum minnihlutahópum séu í haldi yfirvalda í áðurnefndum búðum, án dóms og laga.„Þjálfunarbúðir“ ekki fangabúðir Zakir segir þó að um valkvæða og ókeypis veru í „þjálfunarbúðum“ sé að ræða. Verið sé að kenna fólki hæfileika sem geta nýst þeim í leit að störfum og öðru. Hann segir fólkið fá laun frá ríkinu fyrir veruna í búðunum og að þau fái ókeypis mat og gistingu. Fólk sem hefur komið úr þessum búðum hefur, samkvæmt AP fréttaveitunni, sagt að þar séu þau þvinguð til þess að afneita trú þeirra og að lýsa yfir hollustu við yfirvöld Kína. Það er verkamannaflokkinn.Fólk er sagt hafa lent í búðum þessum fyrir að biðja á almannafæri. Heimsækja erlenda vefsíðu eða taka á móti símtali erlendis frá. Mannréttindasamtök segja troðið á réttindum fólks og það fái ekki einu sinni aðgang að lögfræðingum. Zakir segir búðirnar ætlaðar fólki sem hafi framið „minniháttar glæpi“ og segir aðgerðirnar í takt við lög Kína varðandi hryðjuverk. Hann segir aðbúnað til fyrirmyndar. Fólk fái líkamsrækt, næringarríkan mat og herbergi þeirra séu útbúin sjónvörpum, sturtum og loftræstingu.Átta menn læstir í litlu herbergi Omir Bekali var í einum af umræddum búðum. Hann segir að hann hafi verið í haldi með um 40 öðrum og að búðirnar hafi verið vel varðar af hermönnum. Hann og sjö aðrir voru læstir inn í herbergi á kvöldin þar sem þeir deildu rúmum og einu klósetti. Þar að auki hafi myndavélar verið í herberginu og á baðinu og þeir hafi sjaldan fengið að fara í bað. Þá var þeim gert að kalla „Þökkum flokknum. Þökkum móðurlandinu“ ítrekað áður en þau fengu að borða. Bekali segir að kennslustundir hafi einnig farið fram og þá hafi þeim verið sagt að þjóðflokkur þeirra hefði verið vanþróaður áður en þau hefðu verið „frelsuð“ af Verkamannaflokknum á sjötta áratug síðustu aldar. Hann segir að fólki hafi verið refsað fyrir að streitast á móti og að fólk sem fylgdi „þjálfuninni“ hafi fengið betri herbergi til að vera í. Zakir segir aftur á móti í áðurnefndri grein að verið sé að bjarga fólkinu frá fátækt, og þar af leiðandi áhrifum hryðjuverkamanna, og að verið sé að setja þau á braut í átt að nútímanum. Tengdar fréttir Kínverjar verjast ásökunum um mannréttindabrot Segja nýjum mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna að virða fullveldi Kína. 11. september 2018 07:55 Kínverjar segja fréttir um stærðarinnar fangabúðir rangar Yfirvöld Kína segja rangt að Kínverjum sem tilheyra úígúra-minnihlutahópnum og eru íslamstrúar sé haldið í fangabúðum í massavís. 13. ágúst 2018 16:57 Safna lífsýnum og fingraförum allra íbúa héraðsins Kíversk yfirvöld eru nú að safna DNA-sýnum, fingraförum og öðrum lífsýnum úr hverjum einasta íbúa í héraðinu Xinjiang á aldrinum 12 til 65 ára. 13. desember 2017 08:14 Kínverjar sakaðir um að halda milljón Úíghúrum í leynilegum fangabúðum SÞ segir trúverðugar heimildir um að fólki hafi verið haldið í pólitískum innrætingarbúðum. 11. ágúst 2018 12:10 Bachelet hjólar beint í Kína í fyrstu ræðu sinni í nýju starfi Michelle Bachelet, nýr mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, nýtti fyrstu ræðu sína í nýju starfi í gær til að kalla eftir því að kínverska ríkisstjórnin heimilaði eftirlitsmönnum að rannsaka ásakanir um að Kínverjar héldu allt að milljón Uyghurum gegn vilja sínum í heilaþvottarbúðum í Xinjiang. 11. september 2018 07:00 Kína hafnar ásökunum um heilaþvott Nefnd á vegum SÞ sakar Kínverja um að heilaþvo Uyghur-fólk í búðum í Xinjiang-héraði. Kínverjar sakaðir um heilaþvott og pyntingar. Talið að milljón gæti verið í haldi án ákæru eða dóms. Kínverjar hafna ásökununum. 1. september 2018 08:00 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Ríkisstjóri Xinjiang i Kína segir meðlimum minnihlutahóps sé ekki haldið í massavís í fanga- og endurmenntunarbúðum í vesturhluta landsins. Þess í stað séu yfirvöld Kína að bjarga fólki frá öfgum, að kenna þeim að tala kínversku og að sættast við nútímavísindi. Þetta segir ríkisstjórinn Shohrat Zakir í grein sem birtist í ríkismiðlinum Xinhua News Agency. Þar segir að aðlögun Úígúra og annarra minnihlutahópa sé mjög mikilvæg. Talið er að minnst milljón manns sem tilheyri Úígúrum, sem eru íslamstrúar, og öðrum minnihlutahópum séu í haldi yfirvalda í áðurnefndum búðum, án dóms og laga.„Þjálfunarbúðir“ ekki fangabúðir Zakir segir þó að um valkvæða og ókeypis veru í „þjálfunarbúðum“ sé að ræða. Verið sé að kenna fólki hæfileika sem geta nýst þeim í leit að störfum og öðru. Hann segir fólkið fá laun frá ríkinu fyrir veruna í búðunum og að þau fái ókeypis mat og gistingu. Fólk sem hefur komið úr þessum búðum hefur, samkvæmt AP fréttaveitunni, sagt að þar séu þau þvinguð til þess að afneita trú þeirra og að lýsa yfir hollustu við yfirvöld Kína. Það er verkamannaflokkinn.Fólk er sagt hafa lent í búðum þessum fyrir að biðja á almannafæri. Heimsækja erlenda vefsíðu eða taka á móti símtali erlendis frá. Mannréttindasamtök segja troðið á réttindum fólks og það fái ekki einu sinni aðgang að lögfræðingum. Zakir segir búðirnar ætlaðar fólki sem hafi framið „minniháttar glæpi“ og segir aðgerðirnar í takt við lög Kína varðandi hryðjuverk. Hann segir aðbúnað til fyrirmyndar. Fólk fái líkamsrækt, næringarríkan mat og herbergi þeirra séu útbúin sjónvörpum, sturtum og loftræstingu.Átta menn læstir í litlu herbergi Omir Bekali var í einum af umræddum búðum. Hann segir að hann hafi verið í haldi með um 40 öðrum og að búðirnar hafi verið vel varðar af hermönnum. Hann og sjö aðrir voru læstir inn í herbergi á kvöldin þar sem þeir deildu rúmum og einu klósetti. Þar að auki hafi myndavélar verið í herberginu og á baðinu og þeir hafi sjaldan fengið að fara í bað. Þá var þeim gert að kalla „Þökkum flokknum. Þökkum móðurlandinu“ ítrekað áður en þau fengu að borða. Bekali segir að kennslustundir hafi einnig farið fram og þá hafi þeim verið sagt að þjóðflokkur þeirra hefði verið vanþróaður áður en þau hefðu verið „frelsuð“ af Verkamannaflokknum á sjötta áratug síðustu aldar. Hann segir að fólki hafi verið refsað fyrir að streitast á móti og að fólk sem fylgdi „þjálfuninni“ hafi fengið betri herbergi til að vera í. Zakir segir aftur á móti í áðurnefndri grein að verið sé að bjarga fólkinu frá fátækt, og þar af leiðandi áhrifum hryðjuverkamanna, og að verið sé að setja þau á braut í átt að nútímanum.
Tengdar fréttir Kínverjar verjast ásökunum um mannréttindabrot Segja nýjum mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna að virða fullveldi Kína. 11. september 2018 07:55 Kínverjar segja fréttir um stærðarinnar fangabúðir rangar Yfirvöld Kína segja rangt að Kínverjum sem tilheyra úígúra-minnihlutahópnum og eru íslamstrúar sé haldið í fangabúðum í massavís. 13. ágúst 2018 16:57 Safna lífsýnum og fingraförum allra íbúa héraðsins Kíversk yfirvöld eru nú að safna DNA-sýnum, fingraförum og öðrum lífsýnum úr hverjum einasta íbúa í héraðinu Xinjiang á aldrinum 12 til 65 ára. 13. desember 2017 08:14 Kínverjar sakaðir um að halda milljón Úíghúrum í leynilegum fangabúðum SÞ segir trúverðugar heimildir um að fólki hafi verið haldið í pólitískum innrætingarbúðum. 11. ágúst 2018 12:10 Bachelet hjólar beint í Kína í fyrstu ræðu sinni í nýju starfi Michelle Bachelet, nýr mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, nýtti fyrstu ræðu sína í nýju starfi í gær til að kalla eftir því að kínverska ríkisstjórnin heimilaði eftirlitsmönnum að rannsaka ásakanir um að Kínverjar héldu allt að milljón Uyghurum gegn vilja sínum í heilaþvottarbúðum í Xinjiang. 11. september 2018 07:00 Kína hafnar ásökunum um heilaþvott Nefnd á vegum SÞ sakar Kínverja um að heilaþvo Uyghur-fólk í búðum í Xinjiang-héraði. Kínverjar sakaðir um heilaþvott og pyntingar. Talið að milljón gæti verið í haldi án ákæru eða dóms. Kínverjar hafna ásökununum. 1. september 2018 08:00 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Kínverjar verjast ásökunum um mannréttindabrot Segja nýjum mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna að virða fullveldi Kína. 11. september 2018 07:55
Kínverjar segja fréttir um stærðarinnar fangabúðir rangar Yfirvöld Kína segja rangt að Kínverjum sem tilheyra úígúra-minnihlutahópnum og eru íslamstrúar sé haldið í fangabúðum í massavís. 13. ágúst 2018 16:57
Safna lífsýnum og fingraförum allra íbúa héraðsins Kíversk yfirvöld eru nú að safna DNA-sýnum, fingraförum og öðrum lífsýnum úr hverjum einasta íbúa í héraðinu Xinjiang á aldrinum 12 til 65 ára. 13. desember 2017 08:14
Kínverjar sakaðir um að halda milljón Úíghúrum í leynilegum fangabúðum SÞ segir trúverðugar heimildir um að fólki hafi verið haldið í pólitískum innrætingarbúðum. 11. ágúst 2018 12:10
Bachelet hjólar beint í Kína í fyrstu ræðu sinni í nýju starfi Michelle Bachelet, nýr mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, nýtti fyrstu ræðu sína í nýju starfi í gær til að kalla eftir því að kínverska ríkisstjórnin heimilaði eftirlitsmönnum að rannsaka ásakanir um að Kínverjar héldu allt að milljón Uyghurum gegn vilja sínum í heilaþvottarbúðum í Xinjiang. 11. september 2018 07:00
Kína hafnar ásökunum um heilaþvott Nefnd á vegum SÞ sakar Kínverja um að heilaþvo Uyghur-fólk í búðum í Xinjiang-héraði. Kínverjar sakaðir um heilaþvott og pyntingar. Talið að milljón gæti verið í haldi án ákæru eða dóms. Kínverjar hafna ásökununum. 1. september 2018 08:00