Enski boltinn

Pochettino með stuðning Levy þrátt fyrir slaka byrjun

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pochettin og Levy á góðri stundu.
Pochettin og Levy á góðri stundu. vísir/getty
Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, segir að hann sé enn með fullan stuðning Daniel Levy, stjórnarformanni Tottenham, þrátt fyrir erfiða byrjun Tottenham á leiktíðinni.Tottenham var skellt af Bayern Munchen í miðri síðustu viku er liðið tapaði 7-2 og ekki batnaði ástandið um liðna helgi er Tottenham steinlá gegn Brighton á útivelli 3-0.Nú er komið landsleikjahlé og ákvað Argentínumaðurinn að skella sér til Katar á knattspyrnuráðstefnu. Þar var hann gripinn af fjölmiðlum og spurður út í byrjun Tottenham á leiktíðinni.„Okkar samband er enn mjög gott og það er óvenjulegt að hafa svona góðan stuðning. Ég hef alltaf sagt honum það, að auk þess að vera formaðurinn minn, þá lít ég hann sem vin,“ sagði Pochettino.„Fótbolti snýst ekki um drama. Þetta snýst um ástríðu og við getum ekki gert íþróttir betra en þessa.“„Við munum læra af töpunum og það fyrsta sem við þurfum að gera er að við þurfum að samþykkja það að við vinnum ekki alltaf. Andstæðingurinn leggur alltaf hart að sér,“ sagði klisjukenndur Pochettino.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.