Enski boltinn

Segja Man. Utd horfa á Nagels­mann sem fram­tíðar­stjóra fé­lagsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Nagelsmann á hliðarlínunni.
Nagelsmann á hliðarlínunni. vísir/getty

Manchester United er með Julian Nagelsmann á lista yfir framtíðarstjóra Manchester United en Daily Mail greinir frá þessu á vef sínum.

Þeir hafa eftir heimildum sínum að menn innan veggja Manchester United séu nú þegar byrjaður að undirbúa og skoða stjórann sem stýrir nú Leipzig í Þýskalandi.

Nagelsmann er einungis 32 ára en hann hefur stýrt Hoffenheim síðustu ár. Í sumar tók hann svo við RB Leipzig og hefur gert góða hluti í Þýskalandi.

Pressan er að verða meiri og meiri á Ole Gunnar Solskjær hjá Man. Utd. Mail segir að United horfi á Nagelsmann sem einn af framtíðarstjórum United og séu nú þegar byrjaðir að horfa til hans.

Hann varð yngsti þjálfarinn í sögu þýsku úrvalsdeildarinnar er hann tók við Hoffenheim er hann var einungis 28 ára gamall en hann er samningsbundinn Leipzig til 2023.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.