Erlent

Útför Jacques Chirac gerð frá París

Atli Ísleifsson skrifar
Útför var gerð frá kirkjunni Saint-Sulpice í París fyrr í dag.
Útför var gerð frá kirkjunni Saint-Sulpice í París fyrr í dag. epa
Útför Jacques Chirac, fyrrverandi forseta Frakklands, var gerð frá kirkjunni Saint-Sulpice í París fyrr í dag.

Leiðtogar og fyrrverandi leiðtogar frá tugum ríkja sóttu útförina. Þannig voru Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Tamim bin Hamad Al Thani, emír Katars, í hópi gesta.

Í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands, sem send var út í gærkvöldi, sagði að Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, myndi sækja minningarathöfn í París fyrir hönd forseta Íslands og íslensku þjóðarinnar.

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, var einnig í hópi gesta, sem og fyrrverandi forsetarnir François Hollande og Nicolas Sarkozy.

Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, var þó hvergi sjáanleg þar sem fjölskylda hafði lagt áherslu á að hún væri ekki velkomin.

Jacques Chirac andaðist í síðustu viku, 86 ára að aldri. Hann gegndi embætti forseta Frakklands á árunum 1995 til 2007. Áður hafði hann meðal annars gegnt embætti forsætisráðherra og borgarstjóra Parísar.


Tengdar fréttir

Jacqu­es Chirac er látinn

Jacqu­es Chirac, fyrrverandi forseti Frakklands, er látinn, 86 ára að aldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×