Borgarstjóri New York setur stefnuna á Hvíta húsið Atli Ísleifsson skrifar 15. maí 2019 22:26 Hjónin Chirlane McCray og Bill de Blasio. Getty Bill de Blasio, borgarstjóri New York borgar, hyggst greina frá framboði sínu til forseta Bandaríkjanna á morgun. Frá þessu þessu greinir talsmaður framboðs de Blasio í samtali við bandaríska fjölmiðla í kvöld. De Blasio mun þar með bætast í hóp á þriðja tugs manna sem sækist eftir því að verða forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í kosningunum á næsta ári og þar með skora Donald Trump forseta á hólm. De Blasio verður gestur í morgunþættinum Good Morning America þar sem hann verður í beinni útsendingu frá Times-torgi í New York, ásamt eiginkonu sinni, Chirlane McCray. De Blasio mun svo fara í fjögurra daga ferð um Iowa og Suður-Karólínu ásamt McCray sem hefur verið náinn ráðgjafi hans allt frá því að hann tók við embætti borgarstjóra New York fyrir tæpum sex árum. NBC News segir að de Blasio muni í baráttu sinni leggja áherslu á frjálslynd gildi sín og afrek sín sem borgarstjóri, meðal annars hækkun lágmarkslauna, auk þess að dregið hafi úr glæpum í borginni. Hinn 58 ára de Blasio tók við embætti borgarstjóra New York af Michael Bloomberg í ársbyrjun 2014. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, hefur verið að mælast með mest fylgi meðal kjósenda Demókrata í könnunum um hver eigi að vera forsetaframbjóðandi flokksins 2020.TOMORROW ON @GMA: @BilldeBlasio and his wife @Chirlane join us LIVE in Times Square! pic.twitter.com/2BY5G4CXuT — Good Morning America (@GMA) May 15, 2019 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Biden tekur mikinn kipp Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur tekið mikinn kipp í skoðanakönnunum frá því hann tilkynnti formlega um framboð sitt í forvali Demókrata fyrir forsetakosningarnar 2020 í síðustu viku ef marka má nýja könnun frá CNN. 1. maí 2019 08:00 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Bill de Blasio, borgarstjóri New York borgar, hyggst greina frá framboði sínu til forseta Bandaríkjanna á morgun. Frá þessu þessu greinir talsmaður framboðs de Blasio í samtali við bandaríska fjölmiðla í kvöld. De Blasio mun þar með bætast í hóp á þriðja tugs manna sem sækist eftir því að verða forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í kosningunum á næsta ári og þar með skora Donald Trump forseta á hólm. De Blasio verður gestur í morgunþættinum Good Morning America þar sem hann verður í beinni útsendingu frá Times-torgi í New York, ásamt eiginkonu sinni, Chirlane McCray. De Blasio mun svo fara í fjögurra daga ferð um Iowa og Suður-Karólínu ásamt McCray sem hefur verið náinn ráðgjafi hans allt frá því að hann tók við embætti borgarstjóra New York fyrir tæpum sex árum. NBC News segir að de Blasio muni í baráttu sinni leggja áherslu á frjálslynd gildi sín og afrek sín sem borgarstjóri, meðal annars hækkun lágmarkslauna, auk þess að dregið hafi úr glæpum í borginni. Hinn 58 ára de Blasio tók við embætti borgarstjóra New York af Michael Bloomberg í ársbyrjun 2014. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, hefur verið að mælast með mest fylgi meðal kjósenda Demókrata í könnunum um hver eigi að vera forsetaframbjóðandi flokksins 2020.TOMORROW ON @GMA: @BilldeBlasio and his wife @Chirlane join us LIVE in Times Square! pic.twitter.com/2BY5G4CXuT — Good Morning America (@GMA) May 15, 2019
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Biden tekur mikinn kipp Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur tekið mikinn kipp í skoðanakönnunum frá því hann tilkynnti formlega um framboð sitt í forvali Demókrata fyrir forsetakosningarnar 2020 í síðustu viku ef marka má nýja könnun frá CNN. 1. maí 2019 08:00 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Biden tekur mikinn kipp Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur tekið mikinn kipp í skoðanakönnunum frá því hann tilkynnti formlega um framboð sitt í forvali Demókrata fyrir forsetakosningarnar 2020 í síðustu viku ef marka má nýja könnun frá CNN. 1. maí 2019 08:00