Íslenski boltinn

Hallbera: Eigum þetta fyllilega skilið

Gabríel Sighvatsson skrifar
Hallbera Guðný Gísladóttir í leik með Val
Hallbera Guðný Gísladóttir í leik með Val vísir/bára
Hallbera Guðný Gísladóttir, bakvörður Vals, skoraði fyrsta mark leiksins í dag og hjálpaði liði sínu að landa Íslandsmeistaratitlinum.

„Þetta er eiginlega bara ólýsanlegt, þetta er svo sætt. Við erum búnar að stefna að þessu markmiði í heilt ár og að klára það svona með þessu liði, þetta er bara búið að vera geggjað.“

Liðið þurfti sigur í dag og það kom ekkert annað til greina en að klára tímabilið með stæl.

„Alls ekki, við hlepytum smá spennu í þetta í lokin en ég held þetta hafi verið solid sigur í dag. Ég veit ekki af hverju við vorum að hleypa þeim inn í leikinn, það var algjör óþarfi. En þetta tímabil, við eigum fyllilega skilið að klára þetta á titli.“

Valsliðið var ósigrað allt tímabilið sem sýnir bara enn betur hversu gott liðið er og var Hallbera sammála að tímabilið hefði verið nánast fullkomið.

„Það mætti segja það, mér finnst við vera búnar að spila allt tímabilið mjög vel. Við vorum kannski aðeins stirðar í síðasta leik. Mótið er þannig að það eru 2 lið sem máttu ekki misstíga sig og við bara vorum meira sannfærandi í sumar þannig að við eigum þetta fyllilega skilið.“

Titlinum verður fagnað vel og innilega í dag.

„Það er óhætt að segja, það verður hent á Stjórninni og fengið sér kannski einn, tvo.“ sagði Hallbera að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×