Íranir kynna friðarsamkomulag á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. september 2019 11:28 Hassan Rouhani, leiðtogi Íran, flytur ræðu á 39 ára afmælisfögnuði stríðsins á milli Íran og Írak. AP Hassan Rouhani, leiðtogi Íran, varar við því utanaðkomandi hersveitir ógni friði og öryggi á Persaflóa. Þetta sagði hann eftir að yfirvöld Bandaríkjanna tilkynntu að verið væri að senda bandarískar hersveitir á svæðið. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Rouhani sagði „þjáningu og sársauka“ alltaf fylgja utanaðkomandi hersveitum og þær ætti ekki að nota í „hernaðarkapphlaupi.“ Bandaríkin eru að senda fleiri hersveitir til Sádi Arabíu eftir að ráðist var á sádi-arabískar olíuframleiðslustöðvar en bæði ríkin kenna Íran um árásina. Rouhani bætti við að Íran myndi kynna friðarsamkomulag fyrir Persaflóasvæðið á næstu dögum á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem haldið verður í New York. Spenna á milli Bandaríkjanna og Íran hefur farið vaxandi á árinu eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró ríkið einhliða úr kjarnorkusamningi sem gerður var til að takmarka kjarnorkuvinnslu Íran. Í staðin var viðskiptaþvingunum létt á Íran en Bandaríkin hafa hert þær undanfarna mánuði.Hassan Rouhani ásamt æðstu herforingjum íranska hersins.APÁrás var gerð á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar í Abqaiq og Khurais þann 14. september síðastliðinn. Jemenskir húta-uppreisnarmenn, sem njóta stuðnings Íran, tóku ábyrgð á árásinni en bæði Bandaríkin og Sádi Arabía segja Íran vera á bak við árásina, sem yfirvöld í Tehran neita harðlega. Rouhani talaði um hersveitirnar utanaðkomandi á fundi sem haldinn var í tilefni af því að 39 ár voru liðin frá því að stríð á milli Íran og Írak hófst, en stríði stóð yfir frá 1980 til 1988 og hófst 22. september 1980. „Utanaðkomandi hersveitir geta valdið vandamálum og óöryggi fyrir fólkið okkar og fyrir svæðið okkar,“ sagði í ræðu sinni, sem var sjónvarpað. Hann sagði að slíkar hersveitir hafi valdið „hamförum“ og sagði þeim að halda sér í burtu. Rouhani sagði að friðarsamkomulagið verði kynnt fyrir Sameinuðu þjóðunum á meðan á Allsherjarþinginu stendur sem hefst á þriðjudag og fer fram í New York þar sem höfuðstöðvar SÞ eru. Hann gaf ekki upp nein smáatriði um samkomulagið en sagði að hægt væri að halda friði á Hormússundi ef löndin þar í kring legðu sitt af mörkum. Þá sagði hann að Íran væri „tilbúið að fyrirgefa gömul mistök“ nágranna sinna. „Á þessum mikilvægu og sögulegu tímum tilkynnum við nágrönnum okkar að við réttum fram bræðralags- og vinarhönd,“ bætti hann við. Húta-uppreisnarmenn hafa einnig tilkynnt vilja til að semja um frið og sögðu þeir að öllum árásum á Sádi-Arabíu yrði hætt ef konungsríkið og bandamenn þeirra gerðu slíkt hið sama. Bandaríkin Írak Íran Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Sádar segjast ætla að sanna aðkomu Íran að árásinni Yfirvöld Sádi-Arabíu segjast ætla að opinbera í dag sönnunargögn um að Íranar beri ábyrgð á árás á olíuvinnslustöð, þá stærstu í heimi, þar í landi um helgina. 18. september 2019 08:55 Bandaríkin senda hermenn til Sádi-Arabíu Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt að hún hyggist senda bandaríska hermenn til Sádi-Arabíu eftir að drónaárás var gerð stærstu olíuvinnslustöð heimsins, fyrr í mánuðinum. Bandaríkin og Sádar saka stjórnvöld í Íran um að bera ábyrgð á árásinni. 21. september 2019 08:45 Segja brakið sanna að Íran hafi staðið að baki árásunum Varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu segir að brak drónanna og eldflauganna sem skotið var á Abqaiq olíuvinnslustöðina þar í landi staðfesti að Íranir séu á bakvið árásina. 18. september 2019 23:54 Senda hermenn til Sádi-Arabíu að verjast frekari árásum Bandaríkjastjórn tilkynnti í nótt að hún hygðist senda bandaríska hermenn til Sádi-Arabíu vegna drónaárásar sem var gerð á stærstu olíuvinnslustöð heimsins, fyrr í mánuðinum. 21. september 2019 20:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Hassan Rouhani, leiðtogi Íran, varar við því utanaðkomandi hersveitir ógni friði og öryggi á Persaflóa. Þetta sagði hann eftir að yfirvöld Bandaríkjanna tilkynntu að verið væri að senda bandarískar hersveitir á svæðið. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Rouhani sagði „þjáningu og sársauka“ alltaf fylgja utanaðkomandi hersveitum og þær ætti ekki að nota í „hernaðarkapphlaupi.“ Bandaríkin eru að senda fleiri hersveitir til Sádi Arabíu eftir að ráðist var á sádi-arabískar olíuframleiðslustöðvar en bæði ríkin kenna Íran um árásina. Rouhani bætti við að Íran myndi kynna friðarsamkomulag fyrir Persaflóasvæðið á næstu dögum á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem haldið verður í New York. Spenna á milli Bandaríkjanna og Íran hefur farið vaxandi á árinu eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró ríkið einhliða úr kjarnorkusamningi sem gerður var til að takmarka kjarnorkuvinnslu Íran. Í staðin var viðskiptaþvingunum létt á Íran en Bandaríkin hafa hert þær undanfarna mánuði.Hassan Rouhani ásamt æðstu herforingjum íranska hersins.APÁrás var gerð á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar í Abqaiq og Khurais þann 14. september síðastliðinn. Jemenskir húta-uppreisnarmenn, sem njóta stuðnings Íran, tóku ábyrgð á árásinni en bæði Bandaríkin og Sádi Arabía segja Íran vera á bak við árásina, sem yfirvöld í Tehran neita harðlega. Rouhani talaði um hersveitirnar utanaðkomandi á fundi sem haldinn var í tilefni af því að 39 ár voru liðin frá því að stríð á milli Íran og Írak hófst, en stríði stóð yfir frá 1980 til 1988 og hófst 22. september 1980. „Utanaðkomandi hersveitir geta valdið vandamálum og óöryggi fyrir fólkið okkar og fyrir svæðið okkar,“ sagði í ræðu sinni, sem var sjónvarpað. Hann sagði að slíkar hersveitir hafi valdið „hamförum“ og sagði þeim að halda sér í burtu. Rouhani sagði að friðarsamkomulagið verði kynnt fyrir Sameinuðu þjóðunum á meðan á Allsherjarþinginu stendur sem hefst á þriðjudag og fer fram í New York þar sem höfuðstöðvar SÞ eru. Hann gaf ekki upp nein smáatriði um samkomulagið en sagði að hægt væri að halda friði á Hormússundi ef löndin þar í kring legðu sitt af mörkum. Þá sagði hann að Íran væri „tilbúið að fyrirgefa gömul mistök“ nágranna sinna. „Á þessum mikilvægu og sögulegu tímum tilkynnum við nágrönnum okkar að við réttum fram bræðralags- og vinarhönd,“ bætti hann við. Húta-uppreisnarmenn hafa einnig tilkynnt vilja til að semja um frið og sögðu þeir að öllum árásum á Sádi-Arabíu yrði hætt ef konungsríkið og bandamenn þeirra gerðu slíkt hið sama.
Bandaríkin Írak Íran Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Sádar segjast ætla að sanna aðkomu Íran að árásinni Yfirvöld Sádi-Arabíu segjast ætla að opinbera í dag sönnunargögn um að Íranar beri ábyrgð á árás á olíuvinnslustöð, þá stærstu í heimi, þar í landi um helgina. 18. september 2019 08:55 Bandaríkin senda hermenn til Sádi-Arabíu Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt að hún hyggist senda bandaríska hermenn til Sádi-Arabíu eftir að drónaárás var gerð stærstu olíuvinnslustöð heimsins, fyrr í mánuðinum. Bandaríkin og Sádar saka stjórnvöld í Íran um að bera ábyrgð á árásinni. 21. september 2019 08:45 Segja brakið sanna að Íran hafi staðið að baki árásunum Varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu segir að brak drónanna og eldflauganna sem skotið var á Abqaiq olíuvinnslustöðina þar í landi staðfesti að Íranir séu á bakvið árásina. 18. september 2019 23:54 Senda hermenn til Sádi-Arabíu að verjast frekari árásum Bandaríkjastjórn tilkynnti í nótt að hún hygðist senda bandaríska hermenn til Sádi-Arabíu vegna drónaárásar sem var gerð á stærstu olíuvinnslustöð heimsins, fyrr í mánuðinum. 21. september 2019 20:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Sádar segjast ætla að sanna aðkomu Íran að árásinni Yfirvöld Sádi-Arabíu segjast ætla að opinbera í dag sönnunargögn um að Íranar beri ábyrgð á árás á olíuvinnslustöð, þá stærstu í heimi, þar í landi um helgina. 18. september 2019 08:55
Bandaríkin senda hermenn til Sádi-Arabíu Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt að hún hyggist senda bandaríska hermenn til Sádi-Arabíu eftir að drónaárás var gerð stærstu olíuvinnslustöð heimsins, fyrr í mánuðinum. Bandaríkin og Sádar saka stjórnvöld í Íran um að bera ábyrgð á árásinni. 21. september 2019 08:45
Segja brakið sanna að Íran hafi staðið að baki árásunum Varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu segir að brak drónanna og eldflauganna sem skotið var á Abqaiq olíuvinnslustöðina þar í landi staðfesti að Íranir séu á bakvið árásina. 18. september 2019 23:54
Senda hermenn til Sádi-Arabíu að verjast frekari árásum Bandaríkjastjórn tilkynnti í nótt að hún hygðist senda bandaríska hermenn til Sádi-Arabíu vegna drónaárásar sem var gerð á stærstu olíuvinnslustöð heimsins, fyrr í mánuðinum. 21. september 2019 20:00
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“