Erlent

Senda hermenn til Sádi-Arabíu að verjast frekari árásum

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Bandaríkjastjórn tilkynnti í nótt að hún hygðist senda bandaríska hermenn til Sádi-Arabíu vegna drónaárásar sem var gerð á stærstu olíuvinnslustöð heimsins, fyrr í mánuðinum. Bandaríkin og Sádar saka stjórnvöld í Íran um að bera ábyrgð á árásinni.

Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kynnti ákvörðun ríkistjórnarinnar og sagði að hermennirnir yrðu sendir til þess að verjast frekari árásum. Hútar, sem eiga í átökum við Sáda og bandamenn þeirra í Jemen, og eru studdir af Íran, hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni.

Umfang hennar og nákvæmni þykir þó til marks um að Hútar hafi ekki burði til að gera slíka árás.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×