Erlent

Senda hermenn til Sádi-Arabíu að verjast frekari árásum

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar

Bandaríkjastjórn tilkynnti í nótt að hún hygðist senda bandaríska hermenn til Sádi-Arabíu vegna drónaárásar sem var gerð á stærstu olíuvinnslustöð heimsins, fyrr í mánuðinum. Bandaríkin og Sádar saka stjórnvöld í Íran um að bera ábyrgð á árásinni.

Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kynnti ákvörðun ríkistjórnarinnar og sagði að hermennirnir yrðu sendir til þess að verjast frekari árásum. Hútar, sem eiga í átökum við Sáda og bandamenn þeirra í Jemen, og eru studdir af Íran, hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni.

Umfang hennar og nákvæmni þykir þó til marks um að Hútar hafi ekki burði til að gera slíka árás.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.