Íslenski boltinn

Ejub hættur í Ólafsvík

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ejub Purisevic er farinn frá Ólafsvík
Ejub Purisevic er farinn frá Ólafsvík vísir/anton

Ejub Purisevic er hættur þjálfun Víkings Ólafsvíkur eftir 17 ára starf fyrir félagið.

Ejub kom fyrst til Ólafsvíkur árið 2003 sem spilandi þjálfari. Síðan þá hefur hann náð mjög góðum árangri með félagið en undir hans stjórn var liðið í þrjú ár í efstu deild.

„Stjórn knattspyrnudeildar Víkings Ó. þakkar Ejub kærlega fyrir hans frábæra framlag til uppbyggingar knattspyrnu í Snæfellsbæ og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni. Ejub er, og verður alltaf, stór hluti af knattspyrnusögu Ólafsvíkur,“ sagði í tilkynningu frá Víkingum.

Ejub hefur tvisvar komið Víkingi í undanúrslit í bikarkeppni KSÍ og hefur liðið ekki lent neðar en í 4. sæti B-deildar síðustu níu ár.

Um liðna helgi var Ejub sæmdur gullmerki Víkings Ó. fyrir störf sín fyrir félagið.

Ekki er vitað hvað Ejub tekur sér fyrir hendur en hann hefur verið orðaður við þjálfarastarfið hjá Fylki.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.