Snæfellsbær

Fréttamynd

Ferða­manni bjargað af flæði­skeri

Björgunarsveitarmenn frá Lífsbjörg í Snæfellsbæ björguðu undir kvöld ferðamanni af flæðiskeri á sunnaverðu Snæfellsnesi. Maðurinn var fastur á skeri undan ströndum Ytri Tungu og var honum bjargað á síðustu stundu.

Innlent
Fréttamynd

Tvær ferðamannarútur fuku út af veginum

Tvær litlar ferðamannarútur, með tuttugu farþega innanborðs, fuku af Útnesvegi utarlega á Snæfellsnesi í kvöld. Björgunarsveitir höfðu nóg að gera í kuldanum í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Máli Jóns Páls gegn Víkingi Ólafs­vík vísað frá

Landsréttur hefur úrskurðað að vísa máli knattspyrnuþjálfarans Jóns Páls Pálmasonar gegn Knattspyrnudeild Víkings Ólafsvíkur frá héraðsdómi. Héraðsdómur hafði áður sýknað deildina af kröfu Jóns Páls, en hann hafði krafið félagið um 26 milljónir króna auk dráttarvaxta.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gamla fjárréttin í Ólafs­vík hefur verið endurhlaðin

Guðrún Tryggvadóttir í Ólafsvík lætur ekki deigan síga þegar kemur að endurhleðslu fjárréttanna á staðnum því hún hefur stýrt þar átaksverkefni við að gera réttina upp með því að endurhlaða hana úr grjóti. Guðrún hvetur bæjarbúa að taka að sér einn og einn dilk í réttinni til að sjá um þannig að sómi verði af.

Innlent
Fréttamynd

Vatnshellir á Snæ­fells­nesi nýtur mikilla vin­sælda

Ferðir í Vatnshelli á Snæfellsnesi með ferðamenn hafa heldur betur slegið í gegn því það eru farnar sextán ferðir á dag þegar mest er að gera. Um er að ræða tvö hundruð metra langan hraunhelli þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja.

Innlent
Fréttamynd

Cross­fitæði á Snæ­fells­nesi

Crossfitæði hefur gripið um sig í Snæfellsbæ en ungar konur á staðnum setti upp stöð á Rifi, sem hefur algjörlega slegið í gegn. Vinsælast er þegar æfingarnar fara fram við bryggju staðarins með bátana og sjóinn við hlið líkamsræktartækjanna.

Lífið
Fréttamynd

Íbúum Snæfellsbæjar fjölgar smátt og smátt

Íbúum Snæfellsbæjar er smátt og smátt að fjölga en vandamálið þar eins og svo víða í öðrum sveitarfélögum úti á landi er vöntun á húsnæði fyrir nýja íbúa. Þá hefur fjöldi ferðamanna í Snæfellsbæ sjaldan eða aldrei verið eins mikill og í sumar og haust.

Innlent
Fréttamynd

Kvóti frá Reykja­nes­bæ til Ólafs­víkur

Út­gerðar­fé­lagið Steinunn ehf. hefur lagt grunn að auknum um­svifum sínum í Ólafs­vík með kaupum á fisk­veiði­heimildum sem nema ríf­lega hundrað þorsk­í­gildis­tonnum af Salt­veri ehf. í Reykja­nes­bæ fyrir um 300 milljónir króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Magnaður listamaður í Ólafsvík

Þrátt fyrir að Vagn Ingólfsson í Ólafsvík sé alveg ólærður þegar kemur að því að skapa listaverk úr tré þá hefur hann náð ótrúlegri færni í listsköpun sinni.

Lífið
Fréttamynd

Dúfna- og vínberjabóndi á Hellissandi

Það er ekki nóg með það að Ari Bent Ómarsson sé dúfnabóndi á Hellissandi því hann bruggar líka vínberjavín úr berjunum úr gróðurskálanum sínum, en plantan hans er að gefa honum um þrjátíu kíló af vínberjum.

Lífið
Fréttamynd

Réði mömmu sína og pabba í vinnu á Hellissandi

Nýr veitingastaður í nýrri þjóðgarðsmiðstöð Snæfellsjökulsþjóðgarðs á Hellissandi hefur vakið mikla athygli því veitingamaðurinn, sem á staðinn er aðeins tuttugu ára gamall. Hann er með tvo starfsmenn í vinnu en það eru mamma hans og pabbi.

Innlent
Fréttamynd

Nemendur læra um nærumhverfi sitt í Snæfellsbæ

Mikið er lagt upp úr því í Grunnskóla Snæfellsbæjar að nemendur þekki sitt nánasta umhverfi og því er sérstök kennsla í átthagafræði þar sem farið er með nemendur í vettvangsferðir um sitt nærumhverfi. Skólinn fékk íslensku menntaverðlaunin á síðasta árið fyrir verkefnið.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lendingar kvarti en ferða­mönnum sé nokkuð sama

Hótelrekendur eru alsælir með sumarið fram að þessu og ánægðir með að hafa náð vopnum sínum á ný eftir erfiðan heimsfaraldur. Fjöldi gistinátta í maí sló öll fyrri met samkvæmt tölum Hagstofunnar og Hagfræðideild Landsbankans spáir því að fjöldi erlendra ferðamanna geti náð yfir 2,1 milljón í ár. Gangi sú spá eftir mun 2023 taka við af árinu 2019 sem næst stærsta ferðamannaár Íslandssögunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Patreksfjörður í efsta sæti strandveiðanna

Strandveiðunum þetta sumar lýkur að öllu óbreyttu í næstu viku en þá stefnir í að útgefinn kvóti klárist. Eftir fyrstu tvo mánuði er búið að landa afla í alls 49 höfnum og er Patreksfjörður í efsta sæti með mestan landaðan afla og fjölda báta.

Innlent
Fréttamynd

Kríu­varp á Snæ­fells­nesi minnkað stór­lega

Kríuvarp á Snæfellsnesi hafa minnkað stórlega á rúmum áratug samkvæmt úttekt Náttúrustofu Vesturlands. Talið er að fæðuskortur við varpstöðvarnar árin 2004 til 2017 spili stórt hlutverk en sjófuglar hafi einnig komið illa út úr fuglaflensu á undanförnum árum.

Innlent
Fréttamynd

Icefjord and Olafsbay

Frá Ólafsvík bárust gleðileg tíðindi nýverið. Happy, happy, joy, joy! Þar var setur upp regnbogastígur sem sver sig í ætt við ófáa slíka stíga víðsvegar um landið. Það er vissulega gaman að fagna fjölbreytni þótt frumleikinn sé ekki í fyrirrúmi, svo apar maður sem aðrir apar. En það er auðvitað engan veginn gagnrýnivert enda erum við mannskepnur af öpum komnar.

Skoðun
Fréttamynd

„Fólk verður bara að taka mynd af sér“

„Vinsamlegast kyssist,“ stendur á nýju skilti í Ólafsvík sem sveitarstjóri vonast til að verði aðdráttarafl í bænum. Regnbogastígur á Kirkjutúni var málaður í gær við hliðina á Ólafsvíkurkirkju og undir Bæjarfossi.

Lífið
Fréttamynd

Smá­bátur strandaði við Arnar­stapa

Smábátur strandaði skammt innan við Arnarstapa á tíunda tímanum í kvöld. Einn var um borð í bátnum og hann komst í land af sjálfsdáðum og var fluttur á sjúkrastofnun á Ólafsvík.

Innlent