Íslenski boltinn

Arsenal hafði áhuga á Orra Steini

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Orri Steinn í leik með Gróttu.
Orri Steinn í leik með Gróttu. MYND/FÉSBÓKARSÍÐA GRÓTTU

Enska úrvalsdeildarliðið Arsenal hafði áhuga á Orra Steini Óskarssyni, 15 ára leikmanni Gróttu. BT í Danmörku segir frá.

Um helgina greindi Fótbolti.net frá því að Orri myndi ganga í raðir Danmerkurmeistara FC København á næsta ári.

Í umfjöllun BT um Orra kemur fram að nokkur lið á Englandi hafi haft áhuga á framherjanum efnilega, þ.á.m. Arsenal. FCK varð hins vegar fyrir valinu.

Orri skoraði í 4-0 sigri Gróttu á Haukum í lokaumferð Inkasso-deildar karla á laugardaginn. Seltirningar unnu deildina og leika í efstu deild í fyrsta sinn á næsta ári.

Orri lék sinn fyrsta meistaraflokksleik með Gróttu þegar hann var aðeins 13 ára.

Hann hefur skorað 15 mörk í tíu leikjum með yngri landsliðum Íslands.


Tengdar fréttir

Grótta deildarmeistari í Inkasso

Grótta er deildarmeistari í Inkassodeild karla eftir stórsigur á Haukum í lokaumferðinni í dag á sama tíma og Fjölnir tapaði fyrir Keflavík.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.