Íslenski boltinn

Besti árangur Gróttu fyrir leiktíðina var 10. sæti í B-deild

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gróttumenn fagna.
Gróttumenn fagna. vísir/grótta
Grótta er komið upp í Pepsi Max-deild karla eftir 4-0 sigur á Haukum á Seltjarnanesinu í gær er liðin mættust í síðustu umferð Inkasso-deildarinnar.Grótta komst ekki bara upp í Pepsi Max-deildina með sigrinum heldur stóðu Seltirningar uppi sem sigurvegarar í Inkasso-deildinni.Árangurinn er ótrúlegur því fyrir ári síðan var Grótta í 2. deildinni en komst upp í Inkasso-deildina eftir að hafa lent í öðru sæti C-deildarinnar.Þeir tóku Inkasso-deildina með trompi og nældu sér í 43 stigum og það er enn ótrúlegra er litið er á tölfræðina.Besti árangur Gróttu í næst efstu deild ef litið er á stig, fyrir tímabilið í ár, náðu þeir árið 2011 er liðið náði í tuttugu stig en þá féllu þeir niður í C-deildina.Ef litið er á besta árangurinn hvað varðar sæti þá var það árið 2010 er þeir enduðu í 10. sæti B-deildarinnar á Íslandi. Ótrúlegur uppgangur.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.