Íslenski boltinn

Besti árangur Gróttu fyrir leiktíðina var 10. sæti í B-deild

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gróttumenn fagna.
Gróttumenn fagna. vísir/grótta

Grótta er komið upp í Pepsi Max-deild karla eftir 4-0 sigur á Haukum á Seltjarnanesinu í gær er liðin mættust í síðustu umferð Inkasso-deildarinnar.

Grótta komst ekki bara upp í Pepsi Max-deildina með sigrinum heldur stóðu Seltirningar uppi sem sigurvegarar í Inkasso-deildinni.

Árangurinn er ótrúlegur því fyrir ári síðan var Grótta í 2. deildinni en komst upp í Inkasso-deildina eftir að hafa lent í öðru sæti C-deildarinnar.

Þeir tóku Inkasso-deildina með trompi og nældu sér í 43 stigum og það er enn ótrúlegra er litið er á tölfræðina.

Besti árangur Gróttu í næst efstu deild ef litið er á stig, fyrir tímabilið í ár, náðu þeir árið 2011 er liðið náði í tuttugu stig en þá féllu þeir niður í C-deildina.

Ef litið er á besta árangurinn hvað varðar sæti þá var það árið 2010 er þeir enduðu í 10. sæti B-deildarinnar á Íslandi. Ótrúlegur uppgangur.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.