Johnson gæti orðið skammlífasti forsætisráðherra Breta Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. september 2019 18:45 Spjótin beinast nú að Boris Johnson, breska forsætisráðherranum, eftir að hæstiréttur úrskurðaði ákvörðun hans um að fresta þingfundum ólögmæta. Brenda Hale, forseti hæstaréttar, tilkynnti um úsrkurðinn í morgun og sagði þingfrestunina ólögmæta þar sem hún hafi komið í veg fyrir að þingið sinnti sínu hlutverki í samræmi við bresk stjórnlög. „Áhrifin á grundvallarstoðir bresks lýðræðis voru gríðarleg,“ sagði Hale.Krefjast afsagnar Miðað við þá stöðu sem komin er upp, og háværar kröfur stjórnarandstöðunnar um að Johnson segi af sér vegna málsins, er ekki útilokað að hann verði skammlífasti forsætisráðherra í sögu Bretlands. Hann hefur í dag setið í 62 daga en sá sem hefur styst verið í embætti var George Canning, forsætisráðherra sumarið 1827, sem sat í 119 daga. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, reið á vaðið í morgun og bauð Johnson að íhuga stöðu sína alvarlega. Jo Swinson, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, tók undir og sagði: „Þessi afdráttarlausa og samróma ákvörðun hæstaréttar sýnir svart á hvítu að Boris Johnson er vanhæfur til að gegna embætti forsætisráðherra.“ Það gerði Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, einnig. „Séu reglur lýðræðis raunverulegar tel ég að allir forsætisráðherrar með vott af sómakennd myndu segja af sér í dag.“Vill ekki fresta útgöngu Johnson tjáði sig ekki um mögulega afsögn þegar hann ræddi við fjölmiðla. Sagðist ósammála niðurstöðunni og að málið snerist um að trufla Brexit-ferlið. Ítrekaði hann einnig ákall sitt um nýjar kosningar. „Núgildandi lög kveða á um að við göngum út þann 31. október og ég er vongóður um að við náum nýjum samningi.“ Þing kemur aftur saman á morgun. Þingforseti útilokar ekki að veita þingmönnum dagskrárvald. Þá gætu stjórnarandstæðingar komið í veg fyrir að ríkisstjórnin fresti þingfundum aftur, en þann möguleika útilokaði lögmaður ríkisstjórnarinnar ekki fyrir hæstarétti. Ef þingið samþykkir ekki útgöngusamning í síðasta lagi 19. október, og heimilar ekki samningslausa útgöngu, mun Johnson þurfa að biðja Evrópusambandið um frest. Ljóst er að Johnson vill komast hjá því og hefur hann sagst ekki ætla að biðja um frestun útgöngu. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Úrslitastund fyrir þingfrestun Boris Hæstiréttur Bretlands mun núna klukkan 9:30 að íslenskum tíma fella dóm sinn um hvort þingfrestun Boris Johnson í aðdraganda Brexit hafi verið lögleg eður ei. 24. september 2019 06:50 Þingfrestun Boris dæmd ólögleg Hæstiréttur Bretlands segir þingfrestun Boris Johnson í aðdraganda Brexit hafa verið ólögleg. 24. september 2019 09:38 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Sjá meira
Spjótin beinast nú að Boris Johnson, breska forsætisráðherranum, eftir að hæstiréttur úrskurðaði ákvörðun hans um að fresta þingfundum ólögmæta. Brenda Hale, forseti hæstaréttar, tilkynnti um úsrkurðinn í morgun og sagði þingfrestunina ólögmæta þar sem hún hafi komið í veg fyrir að þingið sinnti sínu hlutverki í samræmi við bresk stjórnlög. „Áhrifin á grundvallarstoðir bresks lýðræðis voru gríðarleg,“ sagði Hale.Krefjast afsagnar Miðað við þá stöðu sem komin er upp, og háværar kröfur stjórnarandstöðunnar um að Johnson segi af sér vegna málsins, er ekki útilokað að hann verði skammlífasti forsætisráðherra í sögu Bretlands. Hann hefur í dag setið í 62 daga en sá sem hefur styst verið í embætti var George Canning, forsætisráðherra sumarið 1827, sem sat í 119 daga. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, reið á vaðið í morgun og bauð Johnson að íhuga stöðu sína alvarlega. Jo Swinson, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, tók undir og sagði: „Þessi afdráttarlausa og samróma ákvörðun hæstaréttar sýnir svart á hvítu að Boris Johnson er vanhæfur til að gegna embætti forsætisráðherra.“ Það gerði Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, einnig. „Séu reglur lýðræðis raunverulegar tel ég að allir forsætisráðherrar með vott af sómakennd myndu segja af sér í dag.“Vill ekki fresta útgöngu Johnson tjáði sig ekki um mögulega afsögn þegar hann ræddi við fjölmiðla. Sagðist ósammála niðurstöðunni og að málið snerist um að trufla Brexit-ferlið. Ítrekaði hann einnig ákall sitt um nýjar kosningar. „Núgildandi lög kveða á um að við göngum út þann 31. október og ég er vongóður um að við náum nýjum samningi.“ Þing kemur aftur saman á morgun. Þingforseti útilokar ekki að veita þingmönnum dagskrárvald. Þá gætu stjórnarandstæðingar komið í veg fyrir að ríkisstjórnin fresti þingfundum aftur, en þann möguleika útilokaði lögmaður ríkisstjórnarinnar ekki fyrir hæstarétti. Ef þingið samþykkir ekki útgöngusamning í síðasta lagi 19. október, og heimilar ekki samningslausa útgöngu, mun Johnson þurfa að biðja Evrópusambandið um frest. Ljóst er að Johnson vill komast hjá því og hefur hann sagst ekki ætla að biðja um frestun útgöngu.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Úrslitastund fyrir þingfrestun Boris Hæstiréttur Bretlands mun núna klukkan 9:30 að íslenskum tíma fella dóm sinn um hvort þingfrestun Boris Johnson í aðdraganda Brexit hafi verið lögleg eður ei. 24. september 2019 06:50 Þingfrestun Boris dæmd ólögleg Hæstiréttur Bretlands segir þingfrestun Boris Johnson í aðdraganda Brexit hafa verið ólögleg. 24. september 2019 09:38 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Sjá meira
Úrslitastund fyrir þingfrestun Boris Hæstiréttur Bretlands mun núna klukkan 9:30 að íslenskum tíma fella dóm sinn um hvort þingfrestun Boris Johnson í aðdraganda Brexit hafi verið lögleg eður ei. 24. september 2019 06:50
Þingfrestun Boris dæmd ólögleg Hæstiréttur Bretlands segir þingfrestun Boris Johnson í aðdraganda Brexit hafa verið ólögleg. 24. september 2019 09:38