Íslenski boltinn

Ágúst Þór hélt að hann væri að fá nýjan samning

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ágúst Þór Gylfason
Ágúst Þór Gylfason vísir/bára
Í gærkvöldi var tilkynnt um að Ágústi Þór Gylfasyni hefði verið sagt upp störfum hjá Pepsi-Max deildarliði Breiðabliks eftir tveggja ára starf.

Uppsögnin kom Ágústi í opna skjöldu en hann tjáði sig á opinskáan hátt við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. 

„Ég bjóst við að vera að fara á fund til að skrifa undir áframhaldandi samning en fljótlega kom í ljós að þeir voru í rauninni að segja mér upp. Ég er fyrst og fremst ósáttur við að fá ekki að takast á við skipulagsbreytingar sem eiga að eiga sér stað innan Breiðabliks núna,“ segir Ágúst.

Fékk hann að heyra hvaða breytingar væru í vændum hjá Kópavogsliðinu?

„Ég fékk ekkert að heyra um það og ég er ósáttur við það. Ég hefði viljað að fá að taka þátt í því og fá að segja mitt álit en það vildu þeir ekki og greinilegt að traustið var ekki það mikið innan félagsins til að þeir myndu vilja halda mér áfram,“ segir Ágúst.

Hægt er að sjá viðtalið við Ágúst í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×