Skipulagðar upplýsingafalsanir stundaðar í 70 ríkjum heims Davíð Stefánsson skrifar 27. september 2019 08:45 ísindamenn Netrannsóknarstofnunar Oxford háskóla skoða fjölþátta ógnir á borð við upplýsingafalsanir samfélagsmiðla. vísir/getty Í Tadsjikistan voru háskólanemar fengnir til að setja upp falska samfélagsmiðlareikninga og deila skoðunum stjórnvalda. Í Mjanmar hafa herforingjar verið þjálfaðir af rússneskum aðilum í notkun samfélagsmiðla. Víetnömsk stjórnvöld fengu borgara til að miðla upplýsingum stjórnvalda á persónulegum Facebook-síðum sínum. Þrátt fyrir viðleitni netfyrirtækja á borð við Facebook til að berjast gegn falsfréttum og upplýsingamengun á internetinu, nýta stjórnvöld víða um heim í æ ríkari mæli netið og samfélagsmiðla á neikvæðan hátt. Ríkisstjórnir dreifa skipulega upplýsingum á netinu til að gera lítið úr pólitískum andstæðingum, vinna skipulega gegn tilteknum skoðunum og til að hafa pólitísk áhrif meðal annarra ríkja. Þetta er niðurstaða skýrslu sem vísindamenn við Oxford háskóla sendu frá sér í gær. Höfundar hennar eru Philip Howard, prófessor og forstöðumaður Netrannsóknarstofnunar Oxford háskóla og Samantha Bradshaw, vísindamaður við stofnunina. Þau segja notkun ríkisstjórna á upplýsingafölsun sé að verða heimsvandamál. Skýrslan fjallar um þau verkfæri, getu, áætlanir og úrræði sem nýttar eru af „netsveitum“ ríkisstofnana og stjórnmálaflokka, til að hafa áhrif á almenningsálitið í 70 ríkjum. Það er til að mynda gert með falsreikningum á samfélagsmiðlum og nettröllum til að dreifa upplýsingum. Notkun reiknirita eða algríma, sjálfvirkni og stórra gagnabanka til að móta almenningsálit færist mjög í vöxt. Umfang slíkra upplýsingafalsana á netinu hefur aukist mikið á síðustu árum en árið 2017 voru þessar falsanir stundaðar í 28 ríkjum og í 48 ríkjum á síðasta ári. Eins og áður segir er fjöldinn nú kominn upp í 70 ríki sem þýðir 150 prósenta fjölgun á síðustu tveimur árum. Vísindamennirnir segja Facebook vera meginvettvang upplýsingafölsunar en notkun annarra samfélagsmiðla er einnig mikil. Samfélagsmiðlar séu í auknum mæli notaðir af ríkisstjórnum til að bæla niður mannréttindi, fara gegn pólitískum andstæðingum og kæfa niður andóf. Alls hafi 56 ríki rekið skipulagðar áróðursherferðir á netinu og samfélagsmiðlum. Þeir segja 52 lönd hafa notað net-og fjölmiðlafalsanir til að villa um fyrir notendum og 47 ríki hafi notað nettröll til að ráðast gegn pólitískum andstæðingum og aðgerðasinnum árið 2019. Að minnsta kosti sjö ríki hafa reynt að hafa áhrif á skoðanir utan eigin landamæra: Kína, Indland, Íran, Pakistan, Rússland, Sádí Arabíu og Venesúela. Þar er fyrirferðamest notkun Facebook og Twitter. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Í Tadsjikistan voru háskólanemar fengnir til að setja upp falska samfélagsmiðlareikninga og deila skoðunum stjórnvalda. Í Mjanmar hafa herforingjar verið þjálfaðir af rússneskum aðilum í notkun samfélagsmiðla. Víetnömsk stjórnvöld fengu borgara til að miðla upplýsingum stjórnvalda á persónulegum Facebook-síðum sínum. Þrátt fyrir viðleitni netfyrirtækja á borð við Facebook til að berjast gegn falsfréttum og upplýsingamengun á internetinu, nýta stjórnvöld víða um heim í æ ríkari mæli netið og samfélagsmiðla á neikvæðan hátt. Ríkisstjórnir dreifa skipulega upplýsingum á netinu til að gera lítið úr pólitískum andstæðingum, vinna skipulega gegn tilteknum skoðunum og til að hafa pólitísk áhrif meðal annarra ríkja. Þetta er niðurstaða skýrslu sem vísindamenn við Oxford háskóla sendu frá sér í gær. Höfundar hennar eru Philip Howard, prófessor og forstöðumaður Netrannsóknarstofnunar Oxford háskóla og Samantha Bradshaw, vísindamaður við stofnunina. Þau segja notkun ríkisstjórna á upplýsingafölsun sé að verða heimsvandamál. Skýrslan fjallar um þau verkfæri, getu, áætlanir og úrræði sem nýttar eru af „netsveitum“ ríkisstofnana og stjórnmálaflokka, til að hafa áhrif á almenningsálitið í 70 ríkjum. Það er til að mynda gert með falsreikningum á samfélagsmiðlum og nettröllum til að dreifa upplýsingum. Notkun reiknirita eða algríma, sjálfvirkni og stórra gagnabanka til að móta almenningsálit færist mjög í vöxt. Umfang slíkra upplýsingafalsana á netinu hefur aukist mikið á síðustu árum en árið 2017 voru þessar falsanir stundaðar í 28 ríkjum og í 48 ríkjum á síðasta ári. Eins og áður segir er fjöldinn nú kominn upp í 70 ríki sem þýðir 150 prósenta fjölgun á síðustu tveimur árum. Vísindamennirnir segja Facebook vera meginvettvang upplýsingafölsunar en notkun annarra samfélagsmiðla er einnig mikil. Samfélagsmiðlar séu í auknum mæli notaðir af ríkisstjórnum til að bæla niður mannréttindi, fara gegn pólitískum andstæðingum og kæfa niður andóf. Alls hafi 56 ríki rekið skipulagðar áróðursherferðir á netinu og samfélagsmiðlum. Þeir segja 52 lönd hafa notað net-og fjölmiðlafalsanir til að villa um fyrir notendum og 47 ríki hafi notað nettröll til að ráðast gegn pólitískum andstæðingum og aðgerðasinnum árið 2019. Að minnsta kosti sjö ríki hafa reynt að hafa áhrif á skoðanir utan eigin landamæra: Kína, Indland, Íran, Pakistan, Rússland, Sádí Arabíu og Venesúela. Þar er fyrirferðamest notkun Facebook og Twitter.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira