Erlent

Boðar til kosninga í skugga hneykslismáls

Samúel Karl Ólason skrifar
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, var nýverið í Kína.
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, var nýverið í Kína. AP/Ng Han Guan

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, ætlar að boða til nýrra kosninga. Það mun hann tilkynna á morgun, samkvæmt heimildum þarlendra fjölmiðla, og stendur til að halda kosningarnar þann 21. október. Vinsældir Trudeau hafa beðið hnekki á síðustu mánuðum og þá sérstaklega vegna hneykslismáls þar sem hann braut siðareglur í tengslum við rannsókn á meintu misferli SNC-Lavalin, eins stærsta verkfræði- og byggingarfyrirtækis heims.

Siðareglumeistari alríkisstjórnar Kanada komst að þeirri niðurstöðu fyrr á árinu að Trudeau hafi með ólögmætum hætti komið að því að forða fyrirtækinu frá málaferlum.

Sjá einnig: Trudeau braut siðareglur

Samkvæmt CBC í Kanada verða þetta 43. þingkosningar Kanada og telja sérfræðingar að þær muni að mestu snúast um Trudeau sjálfan og hvernig fólki þykir hann hafa staðið sig í starfi.

Frjálslyndi flokkurinn, flokkur Trudeau, ætla sér að vísa til góðan árangur þeirra varðandi fátækt, fjölgun starfa og málefni indíána. Íhaldsflokkurinn með nýjan leiðtoga, Andrew Scheer, í broddi fylkingar munu halda áfram að sækja gegn forsætisráðherranum vegna SNC-Lavalin-málsins og segja hann hafa staðið sig illa á alþjóðasviðinu.

Nýjustu kannanir sýna að báðir flokkarnir mælast báðir með rétt undir 34 prósenta fylgi.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.