RÚV greiddi Atla 60 prósent hærri laun en Berglindi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2019 14:00 Berglind Pétursdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Atli Fannar Bjarkason hafa myndað teymið í kringum spjallþáttinn Vikan. RÚV Atli Fannar Bjarkason fékk rúmlega helmingi hærri laun fyrir vinnu sína í þáttum Gísla Marteins Baldurssonar Vikunni en Berglind „Festival“ Pétursdóttir árið 2017. Þetta má lesa úr svari mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, við kaup Ríkisútvarpsins á sjálfstæðum framleiðendum.Vísir fjallaði um það í nóvember 2018 að nokkur styr væri í Efstaleiti, höfuðstöðvum Ríkisútvarpsins, þegar kvisaðist út innanhúss hve mikill launamunur hefði verið á Atla Fannari og Berglindi.Útilokar óeðlilegan launamun Atli Fannar skrifaði og flutti fréttainnslög í setti með gamansömum hætti í þættinum sem sýndur er á föstudagskvöldum. Berglind fór úr húsi, tók fólk tali og gerði innslög í skoplegum búningi. Bæði innslög voru um fjögurra mínútna löng.Skarphéðinn Guðmundsson er dagskrárstjóri sjónvarps hjá Ríkisútvarpinu.Fréttablaðið/StefánDagskrárstjóri RÚV ítrekar að vinnuframlag Atla Fannars og Berglindar hafi verið gjörólíkt. Það útskýri launamuninn og útilokar að um óeðlilegan launamun hafi verið að ræða og hvað þá á kynjagrundvelli. Fyrir vinnu sína í Vikunni árið 2017 fékk Atli Fannar 3,45 milljónir króna greiddar sem verktaki. Berglind fékk 2,15 milljónir krónur greiddar fyrir sama ár en einnig er um verktakagreiðslu að ræða. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV, sagði í samtali við Vísi í nóvember 2018 að laun Berglindar hafi verið hækkuð haustið 2018 að frumkvæði RÚV. Það hafi verið vegna þess að verkefni Berglindar við þáttinn hafi stækkað. Það hafi verið vegna aukinnar handritsvinnu í tengslum við hundrað ára fullveldisafmælið. „Hjá Atla hefur þetta verið tvískipt, performans og handritsvinna,“ sagði Skarphéðinn. Hann sagði klárlega enga kynjamismunun hafa verið í Efstaleitinu. Af og frá væri að Berglind hefði verið á helmingi lægri launum en Atli.Að neðan má sjá eitt af innslögum Berglindar.Nú kemur í ljós að launamunurinn á þeim Atla Fannari og Berglindi, þar til laun hennar voru hækkuð haustið 2018, var 60 prósent. Vísir sendi Skarphéðini fyrirspurn vegna þessa á dögunum og bað um útskýringar á svari hans frá því í nóvember 2018 að Berglind hefði ekki verið á helmingi lægri launum en Atli. „Það er vegna þess, eins og ég útskýrði gaumgæfilega á sínum tíma, að umfang vinnu þeirra og vinnuframlag var gerólíkt þá. En svo breyttist það árið 2018 þannig að hennar framlag jókst til muna með þeim afleiðingum að laun hennar hækkuð og laun þeirra urðu sambærileg,“ segir Skarphéðinn í skriflegu svari sínu við fyrirspurn Vísis. Þegar hann hafi neitað að um helmingsmun í launum væri að ræða átti hann „vitanlega við miðað við og að teknu tilliti til vinnuframlags“. Þannig hefði hann tekið spurningunni í ljósi þess að verið væri að ræða óeðlilegan launamun og þá mögulega á kynjagrundvelli. „Sem var og hefur aldrei verið raunin,“ segir Skarphéðinn.Að neðan má sjá eitt af innslögum Atla Fannars.Frá verktaka til launamanns Vikan fór í loftið á nýjan leik á dögunum fimmta árið í röð. Berglind er enn með innslögin sín en ákveðið var að hvíla innslög Atla Fannars. Gísli Marteinn fer nú sjálfur yfir fréttir vikunnar með gamansömum hætti. Atli Fannar er þó ekki hættur hjá RÚV því hann er orðinn fastur starfsmaður sem verkefnastjóri samfélagsmiðla og vefmiðlunar. 121 sótti um starfið, þeirra á meðal Berglind Pétursdóttir. Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Jafnréttismál Tengdar fréttir Hættur að grína fyrir Gísla Martein Sér um samfélagsmiðla fyrir RÚV. 2. september 2019 11:30 Þvertekur fyrir kynjamismunun þótt munur hafi verið á launum Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV, segir Atla Fannar og Berglindi nú með jafn há laun. 4. nóvember 2018 13:01 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira
Atli Fannar Bjarkason fékk rúmlega helmingi hærri laun fyrir vinnu sína í þáttum Gísla Marteins Baldurssonar Vikunni en Berglind „Festival“ Pétursdóttir árið 2017. Þetta má lesa úr svari mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, við kaup Ríkisútvarpsins á sjálfstæðum framleiðendum.Vísir fjallaði um það í nóvember 2018 að nokkur styr væri í Efstaleiti, höfuðstöðvum Ríkisútvarpsins, þegar kvisaðist út innanhúss hve mikill launamunur hefði verið á Atla Fannari og Berglindi.Útilokar óeðlilegan launamun Atli Fannar skrifaði og flutti fréttainnslög í setti með gamansömum hætti í þættinum sem sýndur er á föstudagskvöldum. Berglind fór úr húsi, tók fólk tali og gerði innslög í skoplegum búningi. Bæði innslög voru um fjögurra mínútna löng.Skarphéðinn Guðmundsson er dagskrárstjóri sjónvarps hjá Ríkisútvarpinu.Fréttablaðið/StefánDagskrárstjóri RÚV ítrekar að vinnuframlag Atla Fannars og Berglindar hafi verið gjörólíkt. Það útskýri launamuninn og útilokar að um óeðlilegan launamun hafi verið að ræða og hvað þá á kynjagrundvelli. Fyrir vinnu sína í Vikunni árið 2017 fékk Atli Fannar 3,45 milljónir króna greiddar sem verktaki. Berglind fékk 2,15 milljónir krónur greiddar fyrir sama ár en einnig er um verktakagreiðslu að ræða. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV, sagði í samtali við Vísi í nóvember 2018 að laun Berglindar hafi verið hækkuð haustið 2018 að frumkvæði RÚV. Það hafi verið vegna þess að verkefni Berglindar við þáttinn hafi stækkað. Það hafi verið vegna aukinnar handritsvinnu í tengslum við hundrað ára fullveldisafmælið. „Hjá Atla hefur þetta verið tvískipt, performans og handritsvinna,“ sagði Skarphéðinn. Hann sagði klárlega enga kynjamismunun hafa verið í Efstaleitinu. Af og frá væri að Berglind hefði verið á helmingi lægri launum en Atli.Að neðan má sjá eitt af innslögum Berglindar.Nú kemur í ljós að launamunurinn á þeim Atla Fannari og Berglindi, þar til laun hennar voru hækkuð haustið 2018, var 60 prósent. Vísir sendi Skarphéðini fyrirspurn vegna þessa á dögunum og bað um útskýringar á svari hans frá því í nóvember 2018 að Berglind hefði ekki verið á helmingi lægri launum en Atli. „Það er vegna þess, eins og ég útskýrði gaumgæfilega á sínum tíma, að umfang vinnu þeirra og vinnuframlag var gerólíkt þá. En svo breyttist það árið 2018 þannig að hennar framlag jókst til muna með þeim afleiðingum að laun hennar hækkuð og laun þeirra urðu sambærileg,“ segir Skarphéðinn í skriflegu svari sínu við fyrirspurn Vísis. Þegar hann hafi neitað að um helmingsmun í launum væri að ræða átti hann „vitanlega við miðað við og að teknu tilliti til vinnuframlags“. Þannig hefði hann tekið spurningunni í ljósi þess að verið væri að ræða óeðlilegan launamun og þá mögulega á kynjagrundvelli. „Sem var og hefur aldrei verið raunin,“ segir Skarphéðinn.Að neðan má sjá eitt af innslögum Atla Fannars.Frá verktaka til launamanns Vikan fór í loftið á nýjan leik á dögunum fimmta árið í röð. Berglind er enn með innslögin sín en ákveðið var að hvíla innslög Atla Fannars. Gísli Marteinn fer nú sjálfur yfir fréttir vikunnar með gamansömum hætti. Atli Fannar er þó ekki hættur hjá RÚV því hann er orðinn fastur starfsmaður sem verkefnastjóri samfélagsmiðla og vefmiðlunar. 121 sótti um starfið, þeirra á meðal Berglind Pétursdóttir.
Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Jafnréttismál Tengdar fréttir Hættur að grína fyrir Gísla Martein Sér um samfélagsmiðla fyrir RÚV. 2. september 2019 11:30 Þvertekur fyrir kynjamismunun þótt munur hafi verið á launum Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV, segir Atla Fannar og Berglindi nú með jafn há laun. 4. nóvember 2018 13:01 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira
Þvertekur fyrir kynjamismunun þótt munur hafi verið á launum Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV, segir Atla Fannar og Berglindi nú með jafn há laun. 4. nóvember 2018 13:01