Þvertekur fyrir kynjamismunun þótt munur hafi verið á launum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. nóvember 2018 13:01 Berglind Pétursdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Atli Fannar Bjarkason. RÚV Atli Fannar Bjarkason og Bergind Festival Pétursdóttir hafa frá og með haustinu 2018 fengið sömu laun greidd fyrir aðkomu sína að Vikunni, föstudagsviðtalsþætti Gísla Marteins Baldurssonar á RÚV. Áður var Atli Fannar með hærri laun en Berglind. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Skarphéðinn Guðmundsson er dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV.Fréttablaðið/StefánVerkefni Berglindar stækkað Skarphéðinn segir að verkefni Berglindar hafi stækkað í haust og því hafi, að frumkvæði RÚV, verið ákveðið að hækka við hana launin. Til jafns við Atla Fannar. Bæði eru að hefja sitt þriðja ár í þáttunum. Berglind hefur verið með innslög í þættinum þar sem hún fer út í bæ, tekur fólk tali og setur í skoplegan búning. Innslögin eru oft tengd málefnum líðandi stundar. Auk innslaganna stendur Berglind vaktina fyrir þáttinn á föstudagskvöldum. Þar er fólk á Twitter hvatt til að taka þátt í umræðunni undir merkinu #vikan. Atli Fannar hefur verið með innslög í anda bandarískra þáttastjórnenda á borð við John Oliver, þar sem farið er yfir fréttir vikunnar á skoplegan hátt.Gísli Marteinn kom af fjöllum Ómar Valdimarsson, lögmaður og fyrrverandi fréttaritari Bloomberg á Íslandi, benti á það í færslu á Facebook á föstudagskvöldið, að loknum þættinum, að pottur væri brotinn þegar kæmi að launum þeirra Atla Fannars og Berglindar. Hann sagði Berglindi með helmingi lægri laun en Atla Fannar. „Ég gef náttúrulega ekki upp heimildamenn mína, en þetta er staðreynd og það sauð víst upp úr í Efstaleitinu vegna þessa um daginn,“ sagði Ómar í athugasemd við eigin færslu. Steingrímur Sævarr Ólafsson, fyrrverandi fréttastjóri Stöðvar 2, spurði þáttastjórnandann Gísla Martein út í fullyrðingar Ómars á Twitter. Gísli Marteinn svaraði um hæl: „En ég veit ekki hvað Ómari gengur til að segja þetta, því ekki er þetta satt. Þau eru með jafn há laun. Ég sem að vísu ekki um launin við þau, en hef fengið þetta staðfest frá þeim sem gera það.“Ég sé að þú hefur meiri áhuga á þessu en þættinum sjálfum. En ég veit ekki hvað Ómari gengur til að segja þetta, því ekki er þetta satt. Þau eru með jafn há laun. Ég sem að vísu ekki um launin við þau, en hef fengið þetta staðfest frá þeim sem gera það.— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) November 3, 2018 „Klárlega engin kynjamismunun“ Það var þó aðeins nýlega sem launin voru jöfnuð. Skarphéðinn bendir á að Atli Fannar og Berglind séu verktakar hjá RÚV. Ólíkt hjá launþegum þá séu verktakagreislur metnar út frá vinnuframlagi, hversu flókin dagskrárgerðin sé. „Það breyttist nú nýlega, þá breyttist greiðslan,“ segir Skarphéðinn. RÚV fylgi mjög ströngu jafnlaunaferli en þegar komi að verktökum vandist málið. Það þurfi að meta hverju sinni. Nýjum innslögum Berglindar, í tengslum við hundrað ára fullveldisafmæli, hafi kallað á frekari handritsvinnu. „Hjá Atla hefur þetta verið tvískipt, performans og handritsvinna,“ segir Skarphéðinn. Hans vinna hafi verið meiri fram til þessa að sögn dagskrárstjórans. En nú þegar þau hafi séð þá auknu vinnu sem færi í handritsvinnu hjá Berglindi í nýju innslögunum hafi verið ákveðið að breyta kjörum hennar. Hækka þau til jafns við Atla Fannar. Hann vísar því alfarið á bug að soðið hafi upp úr í Efstaleitinu á dögunum. Þá sé af og frá að Berglind hafi verið á helmingi lægri launum. „Það er klárlega engin kynjamismunun.“Jafnlaunastefna nær ekki til verktaka Hluti af jafnréttisáætlun RÚV er að innleiða jafnlaunastaðal og fá hann vottaðan. Um leið verði sett jafnlaunastefna hjá fyrirtækinu. Verkefnið er á ábyrgð Þóru Margrétar Pálsdóttur mannauðsstjóra. Þóra Margrét segir í samtali við Vísi að undirbúningur að vottun sé í fullum gangi. Verkefnið nái þó ekki til verktaka hjá RÚV líkt og Atla Fannars og Berglindar. „Ekki enn sem komið er,“ segir Þóra Margrét. Atli Fannar og Berglind tilheyra hópi hundruða verktaka hjá RÚV árlega, í misstórum hlutverkum. Meðal verktaka má nefna ýmsa þáttastjórnendur í útvarpi hjá RÚV og svo fólk sem kemur að einstökum verkefnum, svo sem Söngvakeppninni og Áramótaskaupinu. Bíó og sjónvarp Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira
Atli Fannar Bjarkason og Bergind Festival Pétursdóttir hafa frá og með haustinu 2018 fengið sömu laun greidd fyrir aðkomu sína að Vikunni, föstudagsviðtalsþætti Gísla Marteins Baldurssonar á RÚV. Áður var Atli Fannar með hærri laun en Berglind. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Skarphéðinn Guðmundsson er dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV.Fréttablaðið/StefánVerkefni Berglindar stækkað Skarphéðinn segir að verkefni Berglindar hafi stækkað í haust og því hafi, að frumkvæði RÚV, verið ákveðið að hækka við hana launin. Til jafns við Atla Fannar. Bæði eru að hefja sitt þriðja ár í þáttunum. Berglind hefur verið með innslög í þættinum þar sem hún fer út í bæ, tekur fólk tali og setur í skoplegan búning. Innslögin eru oft tengd málefnum líðandi stundar. Auk innslaganna stendur Berglind vaktina fyrir þáttinn á föstudagskvöldum. Þar er fólk á Twitter hvatt til að taka þátt í umræðunni undir merkinu #vikan. Atli Fannar hefur verið með innslög í anda bandarískra þáttastjórnenda á borð við John Oliver, þar sem farið er yfir fréttir vikunnar á skoplegan hátt.Gísli Marteinn kom af fjöllum Ómar Valdimarsson, lögmaður og fyrrverandi fréttaritari Bloomberg á Íslandi, benti á það í færslu á Facebook á föstudagskvöldið, að loknum þættinum, að pottur væri brotinn þegar kæmi að launum þeirra Atla Fannars og Berglindar. Hann sagði Berglindi með helmingi lægri laun en Atla Fannar. „Ég gef náttúrulega ekki upp heimildamenn mína, en þetta er staðreynd og það sauð víst upp úr í Efstaleitinu vegna þessa um daginn,“ sagði Ómar í athugasemd við eigin færslu. Steingrímur Sævarr Ólafsson, fyrrverandi fréttastjóri Stöðvar 2, spurði þáttastjórnandann Gísla Martein út í fullyrðingar Ómars á Twitter. Gísli Marteinn svaraði um hæl: „En ég veit ekki hvað Ómari gengur til að segja þetta, því ekki er þetta satt. Þau eru með jafn há laun. Ég sem að vísu ekki um launin við þau, en hef fengið þetta staðfest frá þeim sem gera það.“Ég sé að þú hefur meiri áhuga á þessu en þættinum sjálfum. En ég veit ekki hvað Ómari gengur til að segja þetta, því ekki er þetta satt. Þau eru með jafn há laun. Ég sem að vísu ekki um launin við þau, en hef fengið þetta staðfest frá þeim sem gera það.— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) November 3, 2018 „Klárlega engin kynjamismunun“ Það var þó aðeins nýlega sem launin voru jöfnuð. Skarphéðinn bendir á að Atli Fannar og Berglind séu verktakar hjá RÚV. Ólíkt hjá launþegum þá séu verktakagreislur metnar út frá vinnuframlagi, hversu flókin dagskrárgerðin sé. „Það breyttist nú nýlega, þá breyttist greiðslan,“ segir Skarphéðinn. RÚV fylgi mjög ströngu jafnlaunaferli en þegar komi að verktökum vandist málið. Það þurfi að meta hverju sinni. Nýjum innslögum Berglindar, í tengslum við hundrað ára fullveldisafmæli, hafi kallað á frekari handritsvinnu. „Hjá Atla hefur þetta verið tvískipt, performans og handritsvinna,“ segir Skarphéðinn. Hans vinna hafi verið meiri fram til þessa að sögn dagskrárstjórans. En nú þegar þau hafi séð þá auknu vinnu sem færi í handritsvinnu hjá Berglindi í nýju innslögunum hafi verið ákveðið að breyta kjörum hennar. Hækka þau til jafns við Atla Fannar. Hann vísar því alfarið á bug að soðið hafi upp úr í Efstaleitinu á dögunum. Þá sé af og frá að Berglind hafi verið á helmingi lægri launum. „Það er klárlega engin kynjamismunun.“Jafnlaunastefna nær ekki til verktaka Hluti af jafnréttisáætlun RÚV er að innleiða jafnlaunastaðal og fá hann vottaðan. Um leið verði sett jafnlaunastefna hjá fyrirtækinu. Verkefnið er á ábyrgð Þóru Margrétar Pálsdóttur mannauðsstjóra. Þóra Margrét segir í samtali við Vísi að undirbúningur að vottun sé í fullum gangi. Verkefnið nái þó ekki til verktaka hjá RÚV líkt og Atla Fannars og Berglindar. „Ekki enn sem komið er,“ segir Þóra Margrét. Atli Fannar og Berglind tilheyra hópi hundruða verktaka hjá RÚV árlega, í misstórum hlutverkum. Meðal verktaka má nefna ýmsa þáttastjórnendur í útvarpi hjá RÚV og svo fólk sem kemur að einstökum verkefnum, svo sem Söngvakeppninni og Áramótaskaupinu.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira