Erlent

Ætla að banna allar bragðtegundir í rafrettur

Samúel Karl Ólason skrifar
Í samtali við fjölmiðla í skrifstofu forsetans sagði Trump að notkun rafretta væri orðið mikið vandamál og að foreldrar eigi að vera meðvitaðir um það.
Í samtali við fjölmiðla í skrifstofu forsetans sagði Trump að notkun rafretta væri orðið mikið vandamál og að foreldrar eigi að vera meðvitaðir um það. AP/Evan Vucci
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að ríkisstjórn hans ætlar að leggja til bann við öllum bragðvökvum í rafrettur. Markmiðið sé að koma í veg fyrir að táningar og börn notist við rafrettur en slík notkun hefur aukist til muna á undanförnum árum. Eina bragðið sem verður áfram leyfilegt er tóbaksbragð.

Í samtali við fjölmiðla í skrifstofu forsetans sagði Trump að notkun rafretta væri orðið mikið vandamál og að foreldrar eigi að vera meðvitaðir um það. Trump sagði að bann ríkisstjórnarinnar ætti að hvetja foreldra til þess að vera strangari við börn sín.



Melania Trump, forsetafrú, tísti á dögunum um notkun rafretta og sagðist hafa miklar áhyggjur af því.

Fjölmörg veikindi ungmenna í Bandaríkjunum hafa á undanförnum vikum verið rakin til notkun rafretta og hafa nokkrir dáið. Ekki er búið að tengja veikindin við sérstakan vökva eða sérstakar rafrettur en AP fréttaveitan segir mörg tilfelli tengjast notkun rafretta til að reykja marijúana.

Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur getað bannað notkun rafretta frá árinu 2016 en það skref hefur aldrei verið tekið nú. Þess í stað hafa forsvarsmenn stofnunarinnar lýst yfir vilja til að rannsaka notkun rafretta til lengri tíma og hvort þær hjálpi fólki að hætta að reykja sígarettur.

Ef af banninu verður, mun það koma niður á rafrettufyrirtækjum sem hafa stækkað gífurlega á undanförnum árum.


Tengdar fréttir

Varar við rafrettum og vill Ísland á fremsta bekk

Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, segir að nýleg tíðindi af veikindum og andláti notenda rafretta í Bandaríkjunum séu líkast til aðeins toppurinn á ísjakanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×