Rekja veikindi hundraða og nokkur dauðsföll til rafrettna Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2019 21:02 Rafrettur hafa notið mikilla vinsælda undanfarið, ekki síst á meðal yngra fólks. Vísir/EPA Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að rafrettur gætu verið orsök alvarlegs lungnasjúkdóms sem hefur greinst í hundruðum rafreykingamanna undanfarið og dregið fimm til dauða. Engar ákveðnar rafrettur hafa enn verið tengdar við sjúkdóminn.Washington Post segir að grunur sé um 450 tilfelli í 33 ríkjum og einu landsvæði Bandaríkjanna. Fimm séu látnir af völdum sjúkdómsins dularfulla og eitt til viðbótar sé rannsakað vegna mögulegra tengsla við rafrettureykingar. Nákvæm orsök sjúkdómsins liggur enn ekki fyrir en í skýrslu heilbrigðisyfirvalda í Wisconsin og Illinois sem unnu sameiginlega skýrslu um 53 tilfelli segir að alvarleiki hans og nýleg fjölgun tilfella bendir til þess að um sé að ræða nýjan lungnasjúkdóm sem tengist rafreykingum. „Þetta er augljóslega faraldur sem kallar á skjót viðbrögð,“ skrifaði David C. Christiani frá lýðheilsuskóla Harvard-háskóla í ritstjórnargrein sem birtist í læknaritinu New England Journal of Medicine í dag. Í leiðaranum er lagt til að læknar ráðleggi fólki að halda sig frá rafrettum og fræði það um skaðsemi rafreykinga, að sögn New York Times. Sumir þeirra sem veiktust reyktu kannabisefni samhliða því að þeir neyttu nikótíns með rafrettu. Sóttvarnamiðstöð Bandaríkjanna segir að engar ákveðnar rafrettuvörur eða tæki hafi verið tengd við sjúkdóminn enn sem komið er. Embættismenn stofnunarinnar mæla með því að fólk íhugi að nota ekki rafrettur á meðan rannsókn stendur yfir. Líklegt er talið að veikindin tengist efnum sem sjúklingarnir hafi komist í snertingu við. Í New York-ríki beinist rannsókn að olíu sem unnin er úr E-vítamíni í kannabisvörum sem einhverjir þeirra sem veiktust neyttu. Bandaríkin Rafrettur Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að rafrettur gætu verið orsök alvarlegs lungnasjúkdóms sem hefur greinst í hundruðum rafreykingamanna undanfarið og dregið fimm til dauða. Engar ákveðnar rafrettur hafa enn verið tengdar við sjúkdóminn.Washington Post segir að grunur sé um 450 tilfelli í 33 ríkjum og einu landsvæði Bandaríkjanna. Fimm séu látnir af völdum sjúkdómsins dularfulla og eitt til viðbótar sé rannsakað vegna mögulegra tengsla við rafrettureykingar. Nákvæm orsök sjúkdómsins liggur enn ekki fyrir en í skýrslu heilbrigðisyfirvalda í Wisconsin og Illinois sem unnu sameiginlega skýrslu um 53 tilfelli segir að alvarleiki hans og nýleg fjölgun tilfella bendir til þess að um sé að ræða nýjan lungnasjúkdóm sem tengist rafreykingum. „Þetta er augljóslega faraldur sem kallar á skjót viðbrögð,“ skrifaði David C. Christiani frá lýðheilsuskóla Harvard-háskóla í ritstjórnargrein sem birtist í læknaritinu New England Journal of Medicine í dag. Í leiðaranum er lagt til að læknar ráðleggi fólki að halda sig frá rafrettum og fræði það um skaðsemi rafreykinga, að sögn New York Times. Sumir þeirra sem veiktust reyktu kannabisefni samhliða því að þeir neyttu nikótíns með rafrettu. Sóttvarnamiðstöð Bandaríkjanna segir að engar ákveðnar rafrettuvörur eða tæki hafi verið tengd við sjúkdóminn enn sem komið er. Embættismenn stofnunarinnar mæla með því að fólk íhugi að nota ekki rafrettur á meðan rannsókn stendur yfir. Líklegt er talið að veikindin tengist efnum sem sjúklingarnir hafi komist í snertingu við. Í New York-ríki beinist rannsókn að olíu sem unnin er úr E-vítamíni í kannabisvörum sem einhverjir þeirra sem veiktust neyttu.
Bandaríkin Rafrettur Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Sjá meira