Erlent

Bíla­um­ferð bönnuð á torginu við Amalíu­borg í Kaup­manna­höfn

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Danir óttast hryðjuverk við Amalíuborg.
Danir óttast hryðjuverk við Amalíuborg. Nordicphotos/Getty
Torginu við Amalíuborg í Kaupmannahöfn verður lokað fyrir bílaumferð til frambúðar af öryggisástæðum. Umferð gangandi vegfarenda og hjólreiðamanna verður ekki hindruð.Amalíuborg er vinsæll ferðamannastaður og þar eru oft stórir hópar fólks samankomnir, sérstaklega á afmælisdögum konungsfjölskyldunnar og við vaktaskipti drottningarvarðarins.Ákvörðunin var tekin hjá Menningar- og hallarstofnun Danmerkur til að auka öryggi á torginu, einkum í tengslum við hryðjuverkaárásir.Á undanförnum árum hafa hryðjuverkamenn notað þá aðferð í evrópskum borgum að keyra inn í mannmergð til að valda sem mestum skaða.Kaupmannahafnarborg hefur þegar sett upp steyptar varnir á ýmsum stöðum í miðborginni. Til dæmis við þinghúsið Kristjánsborgarhöll.„Torgið verður öruggari staður til að koma á,“ sagði Palle Kristoff­ersen, yfirgarðyrkjumaður hallarinnar, „einnig verður hann fallegri fyrir vikið.“


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.