Erlent

Bíla­um­ferð bönnuð á torginu við Amalíu­borg í Kaup­manna­höfn

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Danir óttast hryðjuverk við Amalíuborg.
Danir óttast hryðjuverk við Amalíuborg. Nordicphotos/Getty

Torginu við Amalíuborg í Kaupmannahöfn verður lokað fyrir bílaumferð til frambúðar af öryggisástæðum. Umferð gangandi vegfarenda og hjólreiðamanna verður ekki hindruð.

Amalíuborg er vinsæll ferðamannastaður og þar eru oft stórir hópar fólks samankomnir, sérstaklega á afmælisdögum konungsfjölskyldunnar og við vaktaskipti drottningarvarðarins.

Ákvörðunin var tekin hjá Menningar- og hallarstofnun Danmerkur til að auka öryggi á torginu, einkum í tengslum við hryðjuverkaárásir.

Á undanförnum árum hafa hryðjuverkamenn notað þá aðferð í evrópskum borgum að keyra inn í mannmergð til að valda sem mestum skaða.

Kaupmannahafnarborg hefur þegar sett upp steyptar varnir á ýmsum stöðum í miðborginni. Til dæmis við þinghúsið Kristjánsborgarhöll.

„Torgið verður öruggari staður til að koma á,“ sagði Palle Kristoff­ersen, yfirgarðyrkjumaður hallarinnar, „einnig verður hann fallegri fyrir vikið.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.