Erlent

Kastaði barni sínu fram af brú í Englandi

Atli Ísleifsson skrifar
Zakari William Bennett-Eko var ellefu mánaða gamall þegar hann lést.
Zakari William Bennett-Eko var ellefu mánaða gamall þegar hann lést.
Tæplega ársgamall drengur er látinn eftir að faðir drengsins kastaði honum fram af brú og ofan í á, nærri Manchester í Englandi á miðvikudaginn.

Lögregla hefur handtekið föður drengsins, hinn 22 ára Zak Eko, vegna gruns um morð. Fjöldi fólks varð vitni af atburðinum sem varð í bænum Radcliffe, norður af Manchester, síðdegis á miðvikudag.

Vitnum tókst að ná drengnum, Zakari, upp úr ánni Irwell, en hann var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi skömmu síðar.

Lögregla hefur hvatt vitni til að stíga fram og senda til þeirra myndir og myndbönd, eigi þau slík til, til að hægt sé að draga upp skýrari mynd af málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×