Áhættuleikkona stefnir framleiðendum Resident Evil vegna hryllilegs slyss á tökustað Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. september 2019 08:37 Olivia Jackson hefur greint skilmerkilega frá bataferli sínu eftir slysið á Instagram. Skjáskot/@oliviathebandit Áhættuleikkona sem slasaðist lífshættulega í mótorhjólaslysi við tökur á kvikmyndinni Resident Evil: The Final Chapter í Suður-Afríku árið 2015 hefur stefnt framleiðendum myndarinnar vegna slyssins. Áverkar konunnar munu há henni um aldur og ævi en hún missti m.a. handlegg og var í dái í sautján daga eftir slysið. Í stefnu Oliviu Jackson, sem lék áhættuatriði fyrir Millu Jovovich, aðalleikkonu myndarinnar, segir að framleiðendur hafi tjáð henni að greitt yrði fyrir sjúkrahúsvist og læknismeðferðir með sjúkratryggingum. Hún kveðst hins vegar aðeins hafa fengið um 33 þúsund dali, eða um fjórar milljónir íslenskra króna, borgaða. Um sé að ræða örlítinn hluta kostnaðarins en Jackson mun þurfa að greiða himinháar fjárhæðir í sjúkrahúskostnað það sem eftir er ævi sinnar. Þá varð hún einnig fyrir gríðarlegu tekjutapi vegna slyssins en Jackson hafði á sínum tíma verið ráðin sem áhættuleikkona í stórmyndinni Wonder Woman. Jackson heldur því jafnframt fram að gáleysi framleiðenda hafi orsakað slysið, sem varð þegar hún ók mótórhjóli á miklum hraða og hafnaði á myndavélakrana. Við áreksturinn „gjöreyðilagðist“ bein í framhandlegg hennar, svo taka þurfti handlegginn af við öxl, og þá flettist hold af andliti hennar með þeim afleiðingum að tennur hennar sáust í gegnum kinnina. Jackson hlaut einnig alvarlega áverka á hrygg og lungum, auk frekari beinbrota. Hún lýsir því í stefnunni að hún sé öll „snúin og afskræmd“ eftir slysið. Hér að neðan má sjá röntgenmynd sem sýnir umfang áverkanna. View this post on InstagramYup that’s a battery pack implanted in my left bum cheek. It powers electric currents to the neuro-pain-transmitter implanted on to my spinal cord (behind my teeth in the X-ray), to help with phantom arm pain. My left shoulder is raised due to paralysis of the left core & the the arm amputation. Hardest part of my days is to hold my head up (literally & figuratively). Paralysis of the left side of my neck, the skew spine & the fused neck make it really difficult to hold my own head up straight. The constant pain is unexplainable. I can’t actually remember what it feels like to be in a normal , pain free body It’s so tempting to hate the people that did this to me I try, rather, to use that energy to focus on getting better and staying positive A post shared by Olivia Jackson (@oliviathebandit) on Oct 20, 2018 at 4:23am PDT Jackson stefndi framleiðendunum fyrst í Suður-Afríku, þar sem tökur á myndinni fóru fram, en málinu var vísað frá. Málið er nú komið fyrir í rétt í Los Angeles, þar sem Jackson hefur stefnt framleiðslufyrirtækinu, sem og Jeremy Bolt og Paul Anderson, handritshöfundi og leikstjóra myndarinnar, fyrir samningsbrot. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Áhættuleikkona sem slasaðist lífshættulega í mótorhjólaslysi við tökur á kvikmyndinni Resident Evil: The Final Chapter í Suður-Afríku árið 2015 hefur stefnt framleiðendum myndarinnar vegna slyssins. Áverkar konunnar munu há henni um aldur og ævi en hún missti m.a. handlegg og var í dái í sautján daga eftir slysið. Í stefnu Oliviu Jackson, sem lék áhættuatriði fyrir Millu Jovovich, aðalleikkonu myndarinnar, segir að framleiðendur hafi tjáð henni að greitt yrði fyrir sjúkrahúsvist og læknismeðferðir með sjúkratryggingum. Hún kveðst hins vegar aðeins hafa fengið um 33 þúsund dali, eða um fjórar milljónir íslenskra króna, borgaða. Um sé að ræða örlítinn hluta kostnaðarins en Jackson mun þurfa að greiða himinháar fjárhæðir í sjúkrahúskostnað það sem eftir er ævi sinnar. Þá varð hún einnig fyrir gríðarlegu tekjutapi vegna slyssins en Jackson hafði á sínum tíma verið ráðin sem áhættuleikkona í stórmyndinni Wonder Woman. Jackson heldur því jafnframt fram að gáleysi framleiðenda hafi orsakað slysið, sem varð þegar hún ók mótórhjóli á miklum hraða og hafnaði á myndavélakrana. Við áreksturinn „gjöreyðilagðist“ bein í framhandlegg hennar, svo taka þurfti handlegginn af við öxl, og þá flettist hold af andliti hennar með þeim afleiðingum að tennur hennar sáust í gegnum kinnina. Jackson hlaut einnig alvarlega áverka á hrygg og lungum, auk frekari beinbrota. Hún lýsir því í stefnunni að hún sé öll „snúin og afskræmd“ eftir slysið. Hér að neðan má sjá röntgenmynd sem sýnir umfang áverkanna. View this post on InstagramYup that’s a battery pack implanted in my left bum cheek. It powers electric currents to the neuro-pain-transmitter implanted on to my spinal cord (behind my teeth in the X-ray), to help with phantom arm pain. My left shoulder is raised due to paralysis of the left core & the the arm amputation. Hardest part of my days is to hold my head up (literally & figuratively). Paralysis of the left side of my neck, the skew spine & the fused neck make it really difficult to hold my own head up straight. The constant pain is unexplainable. I can’t actually remember what it feels like to be in a normal , pain free body It’s so tempting to hate the people that did this to me I try, rather, to use that energy to focus on getting better and staying positive A post shared by Olivia Jackson (@oliviathebandit) on Oct 20, 2018 at 4:23am PDT Jackson stefndi framleiðendunum fyrst í Suður-Afríku, þar sem tökur á myndinni fóru fram, en málinu var vísað frá. Málið er nú komið fyrir í rétt í Los Angeles, þar sem Jackson hefur stefnt framleiðslufyrirtækinu, sem og Jeremy Bolt og Paul Anderson, handritshöfundi og leikstjóra myndarinnar, fyrir samningsbrot.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira