Íslenski boltinn

Guðmundur Andri: Veit ekki hvað ég á að segja, ég er orðlaus

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðmundur Andri í baráttu við nafna sinn hjá FH, Guðmund Kristjánsson.
Guðmundur Andri í baráttu við nafna sinn hjá FH, Guðmund Kristjánsson. vísir/vilhelm

„Bara alltof vel. Ég veit ekki hvað ég á að segja, ég er orðlaus,“ sagði Guðmundur Andri Tryggvason um sín fyrstu viðbrögð eftir 1-0 sigurinn á FH í úrslitum Mjólkurbikarsins í dag.

„Ekki þannig. Ég kom til að sýna mig í sumar hérna heima en að vinna bikar er vonum framar. Þetta er eitthvað annað sko,“ sagði Guðmundur um hvort það hefði verið í myndinni að landa titli þegar hann gekk í raðir Víkingar fyrir tímabilið. 

„Við stýrðum þessum leik í fyrri hálfleik og áttum að skora nokkur mörk en gerðum það ekki. Sýndum karakter, héldum áfram og skoruðum í seinni hálfleik,“ sagði Guðmundur um leik dagsins en FH-ingarnir voru duglegir að láta hann finna fyrir því. 

Þá fékk Pétur Viðarsson rautt spjald er hann steig, að því virtist óvart, á Guðmund í leiknum en framherjinn vildi lítið ræða það. 

„Þeir sóttu aðeins á okkur og við lágum til baka. Smá stress kafli en við komumst í gegnum hann og unnum þennan leik,“ sagði Guðmundur að lokum um lok leiksins þegar FH-ingar sóttu stíft þrátt fyrir að vera manni færri.


Tengdar fréttir

Óttar Magnús: Þetta er bara það sem koma skal

Óttar Magnús Karlsson var í sæluvímu eftir leik er hann ræddi við Vísi en hann skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Mjólkurbikarsins þegar Víkingur lagði FH með einu marki gegn enguAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.