Íslenski boltinn

Óttar Magnús: Þetta er bara það sem koma skal

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Óttar Magnús í leiknum í dag.
Óttar Magnús í leiknum í dag. Vísir/Vilhelm
„Þetta á enn eftir að síast inn, maður er alveg ... ég veit ekkert hvað ég er að segja. Þetta er geggjuð tilfinning,“ sagði framherjinn Óttar Magnús Karlsson í sæluvímu eftir að hafa tryggt Víkingum 1-0 sigur á FH í úrslitum Mjólkurbikarsins með marki úr vítaspyrnu. „Maður er ekki alveg búinn að átta sig á því. Það er mikið búið að tala um hvað það er langt síðan við unnum síðast og þetta er bara byrjunin á því sem koma skal. Við ætlum bara að halda áfram en auðvitað ætlum við að fagna mjög vel í kvöld,“ sagði Óttar Magnús um hvað titillinn þýðir fyrir knattspyrnufélagið Víking. „Ég verð að viðurkenna að ég var frekar stressaður, þetta var ekki eins og hvert annað víti sem maður tekur,“ sagði Óttar um tilfinninguna þegar hann gekk að vítapunktinum til að taka vítaspyrnuna sem tryggði á endanum sigurinn. „Algjörlega. Hvernig hann leggur leikinn upp og talar við fjölmiðla gefur okkur extra kraft sem og öllum í kringum liðið. Við vorum samstíga í þessu og sigldum þessu heim,“ sagði Óttar að lokum um það að hvernig Arnar Gunnlaugsson, þjálfari liðsins, talaði um það í aðdraganda leiksins og hvort það hefði aukið sjálfstraust leikmanna.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.