Íslenski boltinn

Sölvi Geir: Er draumi líkast og ég er eiginlega að bíða eftir að ég vakni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sölvi smellir kossi á Mjólkurbikarinn.
Sölvi smellir kossi á Mjólkurbikarinn. Vísir/Vilhelm
„Mér líður bara mjög vel. Þetta er draumi líkast og maður er eiginlega ekki búinn að átta sig á þessu. Mér var búið að dreyma þetta fyrir leikinn en ég vaknaði þá upp og núna er ég eiginlega að bíða eftir að ég vakni. Þetta er geggjað,“ sagði alsæll Sölvi Geir Ottesen að loknum 1-0 sigri Víkinga á FH í úrslitum Mjólkurbikarsins. „Þetta er alveg það sætasta sem ég hef upplifað. Með öllu fólkinu mínu úr 108, öllum Víkingunum. Þetta ólýsanlegt, ég hef unnið titla erlendis en þetta er sá lang sætasti, “ sagði fyrirliðinn hrærður.Sölvi Geir er uppalinn Víkingur og má segja að fyrsti bikarmeistaratitill Víkings í 48 ár hafi verið eitthvað sem hann reiknaði ekki með þegar hann kom til baka í Víking. „Mjög sterkt. Við erum komnir í Evrópukeppnina og getum byggt ofan á árangurinn. Það eru bjartir tímar framundan í Víkinni,“ sagði Sölvi að lokum brattur varðandi hvert framhaldið væri fyrir þetta unga og spennandi Víkings lið.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.