Íslenski boltinn

Andri Ólafsson tekur við kvennaliði ÍBV

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sigríður Lára Garðarsdóttir að fá nýjan þjálfara
Sigríður Lára Garðarsdóttir að fá nýjan þjálfara vísir/ernir

Andri Ólafsson mun færa sig til í starfi í fótboltanum í Vestmannaeyjum í haust þar sem hann mun taka við kvennaliði ÍBV eftir að hafa stýrt karlaliði félagsins í sumar ásamt Ian Jeffs en þeir tóku við liðinu eftir að Pedro Hipolito var rekinn um mitt sumar.

Eyjafréttir greina frá þessu á vef sínum í gær.

Andri tekur við kvennaliðinu af Jóni Óla Daníelssyni en ÍBV var í harðri fallbaráttu í Pepsi-Max deild kvenna í sumar en tryggði sæti sitt í gær með 2-0 sigri á Fylki.

Andri er öllum hnútum kunnugur í Eyjum en hann var fyrirliði ÍBV um árabil og hefur verið í þjálfarateymi karlaliðsins undanfarin ár.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.