Enski boltinn

„Þegar krakkarnir komu inn á var þetta eins og körfuboltaleikur“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Arsenal svekktir í gær.
Leikmenn Arsenal svekktir í gær. vísir/getty
Greame Souness, fyrrum landsliðsmaður Englands og knattspyrnustjóri, var ekki hrifinn af leik Arsenal í síðari hálfleik er liðið gerði 2-2 jafntefli við Watford.

Allt var með Arsenal í fyrri hálfleik og þeir leiddu með tveimur mörkum gegn engum í hálfleik. Það fór hins vegar allt á annan endann í síðari hálfleiknum og lokatölurnar urðu 2-2 jafntefli.

„Ef þú ert stuðningsmaður Arsenal að horfa á þetta hlýturðu að vera klóra þér í höfðinu. Þetta leit út eins og aðalliðið þeirra í fyrri hálfleik en B-liðið í síðari hálfleik. Þeir brotnuðu,“ sagði Souness.

„Alvöru lið gera það ekki. Almennileg lið spila ekki svona í fyrri hálfleik og síðari hálfleik. Þeir settu krakka inn á og við settum spurningarmerki við það.“„Þeir voru með leikinn,r voru 2-1 yfir og þá áttu þeir að taka sig saman og sjá til þess að þeir myndu ekki tapa leiknum. Þegar krakkarnir komu inn á var þetta eins og körfuboltaleikur.“

„Ég held að ef þú ert stuðningsmaður Arsenal hlýtur þetta að valda þér miklum áhyggjum,“ sagði brúnaþungur Souness að lokum.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.