Botnliðið náði jafntefli gegn Arsenal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pereyra fagnar markinu sínu.
Pereyra fagnar markinu sínu. vísir/getty
Arsenal missti af tækifæri til að komast upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag er liðið gerði 2-2 jafntefli við Watford.Quique Sanchez Flores byrjar því stjóratíð sína vel hjá Watford en þetta var fyrsti leikur liðsins eftir að hann tók aftur við liðinu.Gestirnir frá Lundúnum byrjuðu betur í dag og komust í 2-0 forystu með tveimur mörkum frá Pierre-Emerick Aubameyang í fyrri hálfleik.En heimamenn gáfust ekki upp. Tom Cleverley minnkaði muninn á 53. mínútu og Roberto Pereyra skoraði jöfnunarmarkið úr vítaspyrnu þegar um tíu mínútur voru til leiksloka.Watford sótti stíft í leiknum, sérstaklega í síðari hálfleik. Liðið átti 31 stig í leiknum - þar af 23 í síðari hálfleik. Arsenal hefur ekki fengið á sig 31 skot í leik í hálfan annan áratug. Gerard Deulofeu fékk tækifæri til að tryggja Watford sigurinn í kvöld en skot hans undir lok leiks fór rétt svo framhjá markinu.Þetta var annað stig Watford á tímabilinu og dugði liðinu ekki til að komast upp úr botnsæti deildarinnar. Arsenal er í sjöunda sætinu með átta stig en sigur hefði fleytt liðinu að hlið Manchester City í öðru sæti.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.