Íslenski boltinn

Sjáðu glæsimark Stefáns á Skaganum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Stefán Teitur Þórðarson.
Stefán Teitur Þórðarson. Vísir/Daníel

ÍA og Grindavík áttust við í frestuðum leik á Akranesi í 20.umferð Pepsi-Max deildar karla í dag. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í gær en var frestað vegna veðurs.

Unglingalandsliðsmaðurinn Stefán Teitur Þórðarson kom heimamönnum yfir með glæsimarki beint úr aukaspyrnu.

Varnarjaxlinn Josip Zeba jafnaði metin fyrir gestina skömmu fyrir leikslok og hélt Grindvíkingum þar með á lífi í fallbaráttunni en liðið þarf þó að treysta á kraftaverk í lokaumferðum mótsins til að halda sæti sínu meðal þeirra bestu.

Mörkin má sjá í spilaranum neðst í fréttinni.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.