Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. september 2019 23:56 Saksóknarar vilja skattagögn Bandaríkjaforseta í tengslum við rannsókn á þagnargreiðslum til klámstjörnu. vísir/getty Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. Alls ná gögnin yfir átta ára tímabil og er um bæði um að ræða persónulegar skattaskýrslur Trump sem og fyrirtækja hans. Krafan um að fá gögnin afhent er sett fram í tengslum við rannsókn á þagnargreiðslum til klámmyndastjörnurnar Stormy Daniels á meðan á kosningabaráttunni stóð árið 2016. Daniels sagðist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Fyrirtækið Mazars USA, sem hefur séð um skattskil Trump, sagði í yfirlýsingu fyrr í dag að það muni uppfylla allar lagalegu skyldur sínar hvað varðar stefnuna og kröfuna um að fá gögnin afhent. Að því er fram kemur í umfjöllun Guardian um málið er Trump fyrsti Bandaríkjaforsetinn í fjörutíu ár sem gerir skattskýrslur sínar ekki opinberar, þrátt fyrir að hann hafi gefið loforð um slíkt í kosningabaráttunni 2016. Hann hefur þannig ekki látið undan þrýstingi Demókrata og eftirlitsstofnana sem hafa kallað eftir auknu gagnsæi. Í desember í fyrra var Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, dæmdur í þriggja ára fangelsi eftir að hann játaði á sig brot á kosningalögum sem tengdust greiðslunum til Daniels. Játaði Cohen einnig að hafa gerst sekur um skattsviki og að hafa logið að rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ríkisþingmenn New York opna á afhendingu skattaskýrslna Trump Þingmenn New York ríkis hafa samþykkt lagafrumvarp sem mun gera þingmönnum Bandaríkjaþings kleift að koma höndum yfir skattskýrslur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 8. maí 2019 22:30 Trump tók virkan þátt í þagnargreiðslu til klámleikkonu Reuters-fréttastofan segir að gögn sem leynd hefur verið létt af bendi til þess að þáverandi forsetaframbjóðandinn hafi átt þátt í umræðum um greiðsluna þrátt fyrir að hann hafi ítrekað neitað vitneskju um hana. 19. júlí 2019 12:51 Fox News sagt hafa setið á frétt um Trump og klámmyndaleikkonu Ef marka má frásögn New Yorker drápu stjórnendur Fox News frétt sem hefði komið Trump illa í kosningabaráttunni árið 2016. 5. mars 2019 12:58 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. Alls ná gögnin yfir átta ára tímabil og er um bæði um að ræða persónulegar skattaskýrslur Trump sem og fyrirtækja hans. Krafan um að fá gögnin afhent er sett fram í tengslum við rannsókn á þagnargreiðslum til klámmyndastjörnurnar Stormy Daniels á meðan á kosningabaráttunni stóð árið 2016. Daniels sagðist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Fyrirtækið Mazars USA, sem hefur séð um skattskil Trump, sagði í yfirlýsingu fyrr í dag að það muni uppfylla allar lagalegu skyldur sínar hvað varðar stefnuna og kröfuna um að fá gögnin afhent. Að því er fram kemur í umfjöllun Guardian um málið er Trump fyrsti Bandaríkjaforsetinn í fjörutíu ár sem gerir skattskýrslur sínar ekki opinberar, þrátt fyrir að hann hafi gefið loforð um slíkt í kosningabaráttunni 2016. Hann hefur þannig ekki látið undan þrýstingi Demókrata og eftirlitsstofnana sem hafa kallað eftir auknu gagnsæi. Í desember í fyrra var Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, dæmdur í þriggja ára fangelsi eftir að hann játaði á sig brot á kosningalögum sem tengdust greiðslunum til Daniels. Játaði Cohen einnig að hafa gerst sekur um skattsviki og að hafa logið að rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ríkisþingmenn New York opna á afhendingu skattaskýrslna Trump Þingmenn New York ríkis hafa samþykkt lagafrumvarp sem mun gera þingmönnum Bandaríkjaþings kleift að koma höndum yfir skattskýrslur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 8. maí 2019 22:30 Trump tók virkan þátt í þagnargreiðslu til klámleikkonu Reuters-fréttastofan segir að gögn sem leynd hefur verið létt af bendi til þess að þáverandi forsetaframbjóðandinn hafi átt þátt í umræðum um greiðsluna þrátt fyrir að hann hafi ítrekað neitað vitneskju um hana. 19. júlí 2019 12:51 Fox News sagt hafa setið á frétt um Trump og klámmyndaleikkonu Ef marka má frásögn New Yorker drápu stjórnendur Fox News frétt sem hefði komið Trump illa í kosningabaráttunni árið 2016. 5. mars 2019 12:58 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Ríkisþingmenn New York opna á afhendingu skattaskýrslna Trump Þingmenn New York ríkis hafa samþykkt lagafrumvarp sem mun gera þingmönnum Bandaríkjaþings kleift að koma höndum yfir skattskýrslur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 8. maí 2019 22:30
Trump tók virkan þátt í þagnargreiðslu til klámleikkonu Reuters-fréttastofan segir að gögn sem leynd hefur verið létt af bendi til þess að þáverandi forsetaframbjóðandinn hafi átt þátt í umræðum um greiðsluna þrátt fyrir að hann hafi ítrekað neitað vitneskju um hana. 19. júlí 2019 12:51
Fox News sagt hafa setið á frétt um Trump og klámmyndaleikkonu Ef marka má frásögn New Yorker drápu stjórnendur Fox News frétt sem hefði komið Trump illa í kosningabaráttunni árið 2016. 5. mars 2019 12:58