Trump tók virkan þátt í þagnargreiðslu til klámleikkonu Kjartan Kjartansson skrifar 19. júlí 2019 12:51 Donald Trump og Stormy Daniels. Vísir/Getty Rannsóknargögn bandarísku alríkislögreglunnar benda til þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi tekið virkan þátt í að koma í kring greiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stephanie Clifford skömmu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Forsetinn hefur neitað því að hafa vitað nokkuð um greiðsluna.Reuters-fréttastofan segir að gögnin sem um ræðir og leynd var létt af í gær hafi verið grundvöllur heimildar sem FBI fékk til að leita á skrifstofum, heimili og hótelherbergi Michaels Cohen, þáverandi lögmanns Trump forseta, í fyrra. Cohen greiddi Clifford, sem er betur þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels, 130.000 dollara fyrir að þegja um kynferðislegt samband sem hún segist hafa átt í við Trump árið 2006. Trump hefur neitað því að hafa átt í kynferðislegu sambandi við Clifford. Fyrir greiðsluna til Clifford og annarrar konu var Cohen dæmdur sekur um að hafa brotið lög um fjármál stjórnmálaframboða. Úr gögnunum má sjá samskipti á milli Cohen, Trump, starfsmanna framboðs hans og stjórnendur útgáfufyrirtækisins American Media Inc sem gefur út sorpritið National Enquirer þegar Cohen átti í samningaviðræðum við lögmann Clifford. Eigandi National Enquirer er vinur Trump og stundaði að kaupa rétt á frásögnum um hann og aðra til þess eins að sitja á þeim. Að sögn Reuters benda gögnin einnig til þess að Hope Hicks, fyrrverandi samskiptastjóri Hvíta hússins, hafi mögulega logið að þingnefnd þegar hún sagðist ekki hafa átt neinn þátt í viðræðum framboðsins og Cohen um greiðslu til Clifford. Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur sent Hicks bréf og beðið hana um að koma aftur fyrir nefndina til að skýra misræmið. Saksóknarar í New York sem sóttu Cohen til saka segjast hafa lokið rannsókn sinni á þagnargreiðslunum. Hún var talin um tíma beinast að því hvort að starfsmenn fyrirtækis Trump gætu hafa brotið lög. Ekki er útlit fyrir að frekari ákærur verði gefnar út vegna greiðslnanna.FBI documents unsealed on Thursday suggest that Donald Trump was actively involved in engineering a hush-money payment shortly before the 2016 election to a porn actress https://t.co/eXCKn3QkQc via @ReutersTV pic.twitter.com/cX6jf2aKwb— Reuters Top News (@Reuters) July 19, 2019 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00 Útgefandi götublaðs viðurkennir þagnarkaup til að verja Trump Upplýsingar útgáfufyrirtækisins AMI styrkja ásakanir um að Trump Bandaríkjaforseti hafi brotið kosningalög með ólöglegum greiðslum til kvenna sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann. 13. desember 2018 10:30 Forseti Bandaríkjanna kallar klámleikkonu hrossasmetti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að dómarar hafi vísað frá máli klámleikkonunnar Stormy Daniels gegn honum. 16. október 2018 16:10 Sagan sem breytist sífellt: Segist ekki hafa skipað Cohen að brjóta lög Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þvertekur fyrir að hafa skipað Michael Cohen, fyrrverandi lögmanni sínum, að brjóta lög. 13. desember 2018 15:30 Fox News sagt hafa setið á frétt um Trump og klámmyndaleikkonu Ef marka má frásögn New Yorker drápu stjórnendur Fox News frétt sem hefði komið Trump illa í kosningabaráttunni árið 2016. 5. mars 2019 12:58 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Rannsóknargögn bandarísku alríkislögreglunnar benda til þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi tekið virkan þátt í að koma í kring greiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stephanie Clifford skömmu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Forsetinn hefur neitað því að hafa vitað nokkuð um greiðsluna.Reuters-fréttastofan segir að gögnin sem um ræðir og leynd var létt af í gær hafi verið grundvöllur heimildar sem FBI fékk til að leita á skrifstofum, heimili og hótelherbergi Michaels Cohen, þáverandi lögmanns Trump forseta, í fyrra. Cohen greiddi Clifford, sem er betur þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels, 130.000 dollara fyrir að þegja um kynferðislegt samband sem hún segist hafa átt í við Trump árið 2006. Trump hefur neitað því að hafa átt í kynferðislegu sambandi við Clifford. Fyrir greiðsluna til Clifford og annarrar konu var Cohen dæmdur sekur um að hafa brotið lög um fjármál stjórnmálaframboða. Úr gögnunum má sjá samskipti á milli Cohen, Trump, starfsmanna framboðs hans og stjórnendur útgáfufyrirtækisins American Media Inc sem gefur út sorpritið National Enquirer þegar Cohen átti í samningaviðræðum við lögmann Clifford. Eigandi National Enquirer er vinur Trump og stundaði að kaupa rétt á frásögnum um hann og aðra til þess eins að sitja á þeim. Að sögn Reuters benda gögnin einnig til þess að Hope Hicks, fyrrverandi samskiptastjóri Hvíta hússins, hafi mögulega logið að þingnefnd þegar hún sagðist ekki hafa átt neinn þátt í viðræðum framboðsins og Cohen um greiðslu til Clifford. Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur sent Hicks bréf og beðið hana um að koma aftur fyrir nefndina til að skýra misræmið. Saksóknarar í New York sem sóttu Cohen til saka segjast hafa lokið rannsókn sinni á þagnargreiðslunum. Hún var talin um tíma beinast að því hvort að starfsmenn fyrirtækis Trump gætu hafa brotið lög. Ekki er útlit fyrir að frekari ákærur verði gefnar út vegna greiðslnanna.FBI documents unsealed on Thursday suggest that Donald Trump was actively involved in engineering a hush-money payment shortly before the 2016 election to a porn actress https://t.co/eXCKn3QkQc via @ReutersTV pic.twitter.com/cX6jf2aKwb— Reuters Top News (@Reuters) July 19, 2019
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00 Útgefandi götublaðs viðurkennir þagnarkaup til að verja Trump Upplýsingar útgáfufyrirtækisins AMI styrkja ásakanir um að Trump Bandaríkjaforseti hafi brotið kosningalög með ólöglegum greiðslum til kvenna sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann. 13. desember 2018 10:30 Forseti Bandaríkjanna kallar klámleikkonu hrossasmetti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að dómarar hafi vísað frá máli klámleikkonunnar Stormy Daniels gegn honum. 16. október 2018 16:10 Sagan sem breytist sífellt: Segist ekki hafa skipað Cohen að brjóta lög Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þvertekur fyrir að hafa skipað Michael Cohen, fyrrverandi lögmanni sínum, að brjóta lög. 13. desember 2018 15:30 Fox News sagt hafa setið á frétt um Trump og klámmyndaleikkonu Ef marka má frásögn New Yorker drápu stjórnendur Fox News frétt sem hefði komið Trump illa í kosningabaráttunni árið 2016. 5. mars 2019 12:58 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
„Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00
Útgefandi götublaðs viðurkennir þagnarkaup til að verja Trump Upplýsingar útgáfufyrirtækisins AMI styrkja ásakanir um að Trump Bandaríkjaforseti hafi brotið kosningalög með ólöglegum greiðslum til kvenna sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann. 13. desember 2018 10:30
Forseti Bandaríkjanna kallar klámleikkonu hrossasmetti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að dómarar hafi vísað frá máli klámleikkonunnar Stormy Daniels gegn honum. 16. október 2018 16:10
Sagan sem breytist sífellt: Segist ekki hafa skipað Cohen að brjóta lög Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þvertekur fyrir að hafa skipað Michael Cohen, fyrrverandi lögmanni sínum, að brjóta lög. 13. desember 2018 15:30
Fox News sagt hafa setið á frétt um Trump og klámmyndaleikkonu Ef marka má frásögn New Yorker drápu stjórnendur Fox News frétt sem hefði komið Trump illa í kosningabaráttunni árið 2016. 5. mars 2019 12:58