Fullyrða að árásirnar hafi verið gerðar frá Íran Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2019 15:55 Olíuverð hækkaði um allt að 20% í kjölfar árásanna í Sádi-Arabíu en hækkunin hefur síðan gengið til baka. Vísir/EPA Bandarískir embættismenn segjast hafa staðsett uppruna loftárása á sádiarabískar olíulindir um helgina í sunnanverðu Íran við norðanverðan Persaflóa. Loftvarnir Sáda hafi ekki stöðvað dróna og flugskeyti sem var skotið þaðan því þeim sé beint til suðurs til að koma í veg fyrir árás frá Jemen. Tvær af stærstu olíulindum Sáda urðu fyrir loftárásum á laugardag. Uppreisnarmenn Húta í Jemen, sem eiga í stríði við bandalagsher undir forystu Sáda, lýstu yfir ábyrgð á árásunum en bandarísk stjórnvöld sökuðu strax Írani um að standa að þeim. Stjórnvöld í Teheran hafna því alfarið.Breska ríkisútvarpið BBC vitnar í fréttir CBS-sjónvarpsstöðvarinnar sem hefur eftir bandarískum embættismönnum að rannsókn þeirra hafi leitt í ljós að drónarnir og flugskeytin hafi komið frá sunnanverðu Íran. Bandarík stjórnvöld hafa aðstoðað Sáda við að rannsaka leifar flugskeyta sem var skotið á olíulindirnar um helgina. New York Times segir að þeir vonist til þess að stýrikerfi þeirra varpi ljósi á uppruna þeirra og flugleið. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sjálfur hikað við að kenna Írönum beint um árásina. Hann hefur gefið í skyn að Bandaríkin muni koma Sádum til aðstoðar í mögulegum viðbrögðum þeirra við árásunum. Spurður að því í gær hvort hann hefði lofað Sádum vernd neitaði Trump því og sagði það vera samkomulagsmál. Sádar vilji vernd en árásin hafi beinst að Sádi-Arabíu en ekki Bandaríkjunum. Lýsti Trump þó þeirri skoðun sinni að Bandaríkin ættu að koma Sádum til aðstoðar vegna þess hversu mikið þeir hefðu fjárfest vestanhafs undanfarin ár og skapað mörg störf „Sádi-Arabía greiðir í reiðufé. Þeir hafa hjálpað okkur út frá störfum og öllum hinum hlutunum og þeir hafa í raun hjálpað okkur,“ sagði Trump og bar Sáda þar saman við ónefndar aðrar þjóðir sem hann sagði aðeins vilja fá hagstæð lán frá Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Íran Jemen Sádi-Arabía Tengdar fréttir Íranir neita ábyrgð í árásum á olíuvinnslustöðvar Sádi-Arabíu Íranir neituðu í morgun að hafa átt hlut í drónaárásum jemenskra uppreisnarmanna á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar á laugardag. 15. september 2019 09:37 Sádar segja írönsk vopn notuð í árásirnar Hvorki Bandaríkjastjórn, Sádar né uppreisnarmenn Húta hafa lagt fram sannanir um hver stóð að loftárásum á sádi-arabískar olíulindir um helgina. 16. september 2019 16:25 Gefur lítið fyrir viðræður við Trump Ali Khamenei, leiðtogi Íran, segir ekki koma til greina að opna viðræður við Bandaríkin. Mögulega væri hægt að ræða við Bandaríkin í samfloti við önnur ríki, ef Bandaríkin gangi aftur að kjarnorkusamkomulaginu svokallaða. 17. september 2019 08:42 Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í nótt að Bandaríkin gætu brugðist við árás á olíuframleiðslu Sádi-Arabíu með hernaðaraðgerðum. 16. september 2019 09:15 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Bandarískir embættismenn segjast hafa staðsett uppruna loftárása á sádiarabískar olíulindir um helgina í sunnanverðu Íran við norðanverðan Persaflóa. Loftvarnir Sáda hafi ekki stöðvað dróna og flugskeyti sem var skotið þaðan því þeim sé beint til suðurs til að koma í veg fyrir árás frá Jemen. Tvær af stærstu olíulindum Sáda urðu fyrir loftárásum á laugardag. Uppreisnarmenn Húta í Jemen, sem eiga í stríði við bandalagsher undir forystu Sáda, lýstu yfir ábyrgð á árásunum en bandarísk stjórnvöld sökuðu strax Írani um að standa að þeim. Stjórnvöld í Teheran hafna því alfarið.Breska ríkisútvarpið BBC vitnar í fréttir CBS-sjónvarpsstöðvarinnar sem hefur eftir bandarískum embættismönnum að rannsókn þeirra hafi leitt í ljós að drónarnir og flugskeytin hafi komið frá sunnanverðu Íran. Bandarík stjórnvöld hafa aðstoðað Sáda við að rannsaka leifar flugskeyta sem var skotið á olíulindirnar um helgina. New York Times segir að þeir vonist til þess að stýrikerfi þeirra varpi ljósi á uppruna þeirra og flugleið. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sjálfur hikað við að kenna Írönum beint um árásina. Hann hefur gefið í skyn að Bandaríkin muni koma Sádum til aðstoðar í mögulegum viðbrögðum þeirra við árásunum. Spurður að því í gær hvort hann hefði lofað Sádum vernd neitaði Trump því og sagði það vera samkomulagsmál. Sádar vilji vernd en árásin hafi beinst að Sádi-Arabíu en ekki Bandaríkjunum. Lýsti Trump þó þeirri skoðun sinni að Bandaríkin ættu að koma Sádum til aðstoðar vegna þess hversu mikið þeir hefðu fjárfest vestanhafs undanfarin ár og skapað mörg störf „Sádi-Arabía greiðir í reiðufé. Þeir hafa hjálpað okkur út frá störfum og öllum hinum hlutunum og þeir hafa í raun hjálpað okkur,“ sagði Trump og bar Sáda þar saman við ónefndar aðrar þjóðir sem hann sagði aðeins vilja fá hagstæð lán frá Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Íran Jemen Sádi-Arabía Tengdar fréttir Íranir neita ábyrgð í árásum á olíuvinnslustöðvar Sádi-Arabíu Íranir neituðu í morgun að hafa átt hlut í drónaárásum jemenskra uppreisnarmanna á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar á laugardag. 15. september 2019 09:37 Sádar segja írönsk vopn notuð í árásirnar Hvorki Bandaríkjastjórn, Sádar né uppreisnarmenn Húta hafa lagt fram sannanir um hver stóð að loftárásum á sádi-arabískar olíulindir um helgina. 16. september 2019 16:25 Gefur lítið fyrir viðræður við Trump Ali Khamenei, leiðtogi Íran, segir ekki koma til greina að opna viðræður við Bandaríkin. Mögulega væri hægt að ræða við Bandaríkin í samfloti við önnur ríki, ef Bandaríkin gangi aftur að kjarnorkusamkomulaginu svokallaða. 17. september 2019 08:42 Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í nótt að Bandaríkin gætu brugðist við árás á olíuframleiðslu Sádi-Arabíu með hernaðaraðgerðum. 16. september 2019 09:15 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Íranir neita ábyrgð í árásum á olíuvinnslustöðvar Sádi-Arabíu Íranir neituðu í morgun að hafa átt hlut í drónaárásum jemenskra uppreisnarmanna á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar á laugardag. 15. september 2019 09:37
Sádar segja írönsk vopn notuð í árásirnar Hvorki Bandaríkjastjórn, Sádar né uppreisnarmenn Húta hafa lagt fram sannanir um hver stóð að loftárásum á sádi-arabískar olíulindir um helgina. 16. september 2019 16:25
Gefur lítið fyrir viðræður við Trump Ali Khamenei, leiðtogi Íran, segir ekki koma til greina að opna viðræður við Bandaríkin. Mögulega væri hægt að ræða við Bandaríkin í samfloti við önnur ríki, ef Bandaríkin gangi aftur að kjarnorkusamkomulaginu svokallaða. 17. september 2019 08:42
Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í nótt að Bandaríkin gætu brugðist við árás á olíuframleiðslu Sádi-Arabíu með hernaðaraðgerðum. 16. september 2019 09:15