Erlent

Boðað til nýrra kosninga á Spáni

Andri Eysteinsson skrifar
Pedro Sanchez ásamt Filippusi VI. Spánarkonungi
Pedro Sanchez ásamt Filippusi VI. Spánarkonungi Getty/Carlos R. Alvarez
Stjórnarmyndunarviðræður á Spáni hafa siglt í strand og hefur verið boðað til nýrra þingkosninga. Kosningarnar verða þær fjórðu á jafnmörgum árum. El Pais greinir frá.Sósíalistaflokkur Pedro Sanchez, starfandi forsætisráðherra, bar sigur úr býtum í kosningum í apríl en náði þó ekki meirihluta atkvæða. Við tóku viðræður við aðra flokka sem báru ekki erindi sem erfiði.„Ég hef reynt allt, en þetta er ómögulegt, sagði Sanchez og skellti skuldinni á andstæðinga sína á þingi, sérstaklega Podemos flokk Pablo Iglesias. Sagði Sanchez að Iglesias væri eini vinstri sinnaði leiðtoginn í Evrópu sem hafi í fjórgang komið í veg fyrir framsækna ríkisstjórn.Stjórnarsamstarf Sósíalista og Podemos var nálægt því að verða að veruleika í júlí en ósætti með ráðherrastöður urðu til þess að ekki varð af samstarfinu.Þing verður nú brátt rofið og formlega verður boðað til nýrra kosninga á mánudag. Kosningarnar munu fara fram 10. Nóvember næstkomandi.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.