Íslenski boltinn

Einungis Íslandsmeistararnir safnað fleiri stigum en FH eftir komu Morten Beck

Anton Ingi Leifsson skrifar
Morten Beck fagnar marki með Brandi Olsen í leik gegn ÍA.
Morten Beck fagnar marki með Brandi Olsen í leik gegn ÍA. vísir/bára
FH vann 6-4 sigur á ÍBV í rosalegum markaleik í Kaplakrika í gærkvöldi en bæði Morten Beck Guldsmed og Gary Martin skoruðu þrennu.

Fimleikafélagið samdi við Danann Morten Beck undir lok júlímánaðar og eftir það hefur gengi FH bara verið upp á við.

Liðið hefur spilað sjö leiki í Pepsi Max-deildinni síðan þá og þeir hafa unnið fimm af þeim. Þeir töpuðu í fyrsta leik Guldsmed gegn KA og svo var hann í banni er FH tapaði fyrir Breiðablik 4-2.

Hann hjálpaði liðinu einnig í bikarúrslit þar sem liðið beið í lægri hlut fyrir Víkingi en í deildinni hefur liðið safnað fimmtán stigum af 21 mögulegu.

Það eru einungis Íslandsmeistararnir í KR sem hafa safnað fleiri stigum en FH á þessu tímabili en KR hefur fengið sextán stig í leikjunum sjö.

Í þriðja sætinu er svo Breiðablik með 14 stig af 21 mögulegu en fæst stigin hafa fengið ÍA og ÍBV í síðustu sjö leikjunum. Fjögur stig hvor hafa þau fengið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×