Íslenski boltinn

Einungis Íslandsmeistararnir safnað fleiri stigum en FH eftir komu Morten Beck

Anton Ingi Leifsson skrifar
Morten Beck fagnar marki með Brandi Olsen í leik gegn ÍA.
Morten Beck fagnar marki með Brandi Olsen í leik gegn ÍA. vísir/bára

FH vann 6-4 sigur á ÍBV í rosalegum markaleik í Kaplakrika í gærkvöldi en bæði Morten Beck Guldsmed og Gary Martin skoruðu þrennu.

Fimleikafélagið samdi við Danann Morten Beck undir lok júlímánaðar og eftir það hefur gengi FH bara verið upp á við.

Liðið hefur spilað sjö leiki í Pepsi Max-deildinni síðan þá og þeir hafa unnið fimm af þeim. Þeir töpuðu í fyrsta leik Guldsmed gegn KA og svo var hann í banni er FH tapaði fyrir Breiðablik 4-2.

Hann hjálpaði liðinu einnig í bikarúrslit þar sem liðið beið í lægri hlut fyrir Víkingi en í deildinni hefur liðið safnað fimmtán stigum af 21 mögulegu.

Það eru einungis Íslandsmeistararnir í KR sem hafa safnað fleiri stigum en FH á þessu tímabili en KR hefur fengið sextán stig í leikjunum sjö.

Í þriðja sætinu er svo Breiðablik með 14 stig af 21 mögulegu en fæst stigin hafa fengið ÍA og ÍBV í síðustu sjö leikjunum. Fjögur stig hvor hafa þau fengið.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.