Enski boltinn

Pogba trúir enn að framtíð hans sé hjá Real

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Paul Pogba
Paul Pogba vísir/getty

Paul Pogba ætlar ekki að skrifa undir nýjan samning við Manchester United til þess að halda vonum sínum um að spila fyrir Real Madrid á lífi. Þetta segir enska blaðið Mirror.

Pogba hefur verið ítrekað orðaður frá Old Trafford í sumar en hvorki Real Madrid né Juventus náði að skrapa saman nægu fjármagni til þess að kaupa Frakkann frá Manchester. Ole Gunnar Solskjær staðfesti á blaðamannafundi sínum eftir jafntefli Manchester United og Southampton í gær að Pogba yrði ekki seldur á síðustu dögum félagsskiptagluggans í Evrópu.

Forráðamenn United vilja fá Pogba til þess að skrifa undir nýjan langtímasamning. Paul Pogba hefur fullvissað Ole Gunnar Solskjær að hann gefi allt sitt fyrir Manchester United á meðan hann spili fyrir félagið, en miðjumaðurinn telur þó að framtíð hans sé hjá Real Madrid.

Pogba meiddist lítillega í leiknum við Southampton en Solskjær telur meiðslin ekki vera alvarleg og líklegt að hann geti spilað með franska landsliðinu í landsliðsglugganum um næstu helgi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.