Enski boltinn

Pogba trúir enn að framtíð hans sé hjá Real

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Paul Pogba
Paul Pogba vísir/getty
Paul Pogba ætlar ekki að skrifa undir nýjan samning við Manchester United til þess að halda vonum sínum um að spila fyrir Real Madrid á lífi. Þetta segir enska blaðið Mirror.Pogba hefur verið ítrekað orðaður frá Old Trafford í sumar en hvorki Real Madrid né Juventus náði að skrapa saman nægu fjármagni til þess að kaupa Frakkann frá Manchester. Ole Gunnar Solskjær staðfesti á blaðamannafundi sínum eftir jafntefli Manchester United og Southampton í gær að Pogba yrði ekki seldur á síðustu dögum félagsskiptagluggans í Evrópu.Forráðamenn United vilja fá Pogba til þess að skrifa undir nýjan langtímasamning. Paul Pogba hefur fullvissað Ole Gunnar Solskjær að hann gefi allt sitt fyrir Manchester United á meðan hann spili fyrir félagið, en miðjumaðurinn telur þó að framtíð hans sé hjá Real Madrid.Pogba meiddist lítillega í leiknum við Southampton en Solskjær telur meiðslin ekki vera alvarleg og líklegt að hann geti spilað með franska landsliðinu í landsliðsglugganum um næstu helgi.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.