Alexis Sanchez sér ekki eftir því að hafa farið í Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2019 07:30 Alexis Sanchez með Ole Gunnari Solskjær. Getty/Robbie Jay Barratt Alexis Sanchez var tilbúinn að segja að hann sjái eftir tíma sínum hjá Manchester United þrátt fyrir að lítið sem ekkert hafi gengið upp hjá Sílemanninum síðan hann fór frá Arsenal til United. Hinn þrítugi Alexis Sanchez er nú kominn til ítalska félagsins Internazionale á láni frá Manchester United en enska liðið þarf samt að greiða meirihluta mjög hárra launa hans. Alexis Sanchez var búinn að vera í nítján mánuði á Old Trafford en skoraði bara 5 mörk í 45 leikjum og var fyrir löngu kominn ofan í frystikistu hjá knattspyrnustjóranum Ole Gunnari Solskjær. „Ég er mjög ánægður með að hafa farið í Manchester United,“ sagði Alexis Sanchez við breska ríkisútvarpið en launatékka upp á 400 þúsund á pund á viku, 611 milljón króna, hjálpaði honum örugglega að gera tímann bærilegri.Alexis Sanchez says he did not get enough playing time to be successful at #MUFC. More: https://t.co/hkssSwt9Ccpic.twitter.com/6T2F8W5rOm — BBC Sport (@BBCSport) September 3, 2019„Ég hef alltaf sagt það. Þetta er félagið sem hefur unnið mest á England. Það var frábært að fara til Arsenal á sínum tíma og ég var ánægður þar. United var hins vegar að vaxa á þessum tíma og þeir voru að kaupa leikmenn til að vinna titla. Ég vildi ganga til liðs við þá og vinna allt. Ég sé ekki eftir að hafa farið þangað,“ sagði Alexis Sanchez. Alexis Sanchez skoraði aðeins 2 mörk í 27 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en stóð sig vel með landsliði Síle í sumar. „Ég er svo hamingjusamur þegar ég spila fyrir landsliðið mitt. Ég var hamingjusamur hjá Manchester United líka en ég sagði alltaf við vini mína: Ég vil fá að spila,“ sagði Sanchez. „Ef þeir leyfðu mér að spila þá reyndi ég mitt besta. Stundum spilaði ég í 60 mínútur en fékk síðan ekkert að spila í næsta leik án þess að vita af hverju,“ sagði Sanchez. Hann segir að blaðamaðurinn verði að spyrja yfirmenn sína hjá Manchester United meira út í það af hverju hann var settur út í kuldann. Þeir sem sáu Sanchez spila fyrir Manchester United gætu reyndar haft sína skoðun á því líka. Hann var bara allt annar leikmaður en þegar hann skoraði 80 mörk í 166 leikjum fyrir Arsenal. Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Sjá meira
Alexis Sanchez var tilbúinn að segja að hann sjái eftir tíma sínum hjá Manchester United þrátt fyrir að lítið sem ekkert hafi gengið upp hjá Sílemanninum síðan hann fór frá Arsenal til United. Hinn þrítugi Alexis Sanchez er nú kominn til ítalska félagsins Internazionale á láni frá Manchester United en enska liðið þarf samt að greiða meirihluta mjög hárra launa hans. Alexis Sanchez var búinn að vera í nítján mánuði á Old Trafford en skoraði bara 5 mörk í 45 leikjum og var fyrir löngu kominn ofan í frystikistu hjá knattspyrnustjóranum Ole Gunnari Solskjær. „Ég er mjög ánægður með að hafa farið í Manchester United,“ sagði Alexis Sanchez við breska ríkisútvarpið en launatékka upp á 400 þúsund á pund á viku, 611 milljón króna, hjálpaði honum örugglega að gera tímann bærilegri.Alexis Sanchez says he did not get enough playing time to be successful at #MUFC. More: https://t.co/hkssSwt9Ccpic.twitter.com/6T2F8W5rOm — BBC Sport (@BBCSport) September 3, 2019„Ég hef alltaf sagt það. Þetta er félagið sem hefur unnið mest á England. Það var frábært að fara til Arsenal á sínum tíma og ég var ánægður þar. United var hins vegar að vaxa á þessum tíma og þeir voru að kaupa leikmenn til að vinna titla. Ég vildi ganga til liðs við þá og vinna allt. Ég sé ekki eftir að hafa farið þangað,“ sagði Alexis Sanchez. Alexis Sanchez skoraði aðeins 2 mörk í 27 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en stóð sig vel með landsliði Síle í sumar. „Ég er svo hamingjusamur þegar ég spila fyrir landsliðið mitt. Ég var hamingjusamur hjá Manchester United líka en ég sagði alltaf við vini mína: Ég vil fá að spila,“ sagði Sanchez. „Ef þeir leyfðu mér að spila þá reyndi ég mitt besta. Stundum spilaði ég í 60 mínútur en fékk síðan ekkert að spila í næsta leik án þess að vita af hverju,“ sagði Sanchez. Hann segir að blaðamaðurinn verði að spyrja yfirmenn sína hjá Manchester United meira út í það af hverju hann var settur út í kuldann. Þeir sem sáu Sanchez spila fyrir Manchester United gætu reyndar haft sína skoðun á því líka. Hann var bara allt annar leikmaður en þegar hann skoraði 80 mörk í 166 leikjum fyrir Arsenal.
Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti