Sögulegur harmleikur á Bahama Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2019 07:18 Fellibylurinn Dorian hefur misst mikinn styrk og er nú skilgreindur sem þriðja flokks fellibylur. AP/NOAA Fellibylurinn Dorian hefur misst mikinn styrk og er nú skilgreindur sem þriðja stigs fellibylur. Hann er þó enn nánast kyrr yfir Bahamaeyjum og heldur áfram að valda þar miklum skaða og manntjóni. Minnst fimm eru dánir en vindhraði Dorian hefur minnkað í um 57 metra á sekúndu, eins og hann mældist mestur í morgun. Óttast er að tala látinna muni hækka. Veðurfræðingar í Bandaríkjunum búast við því að Dorian muni færast „hættulega nálægt“ ströndum Flórída næstu nótt og á miðvikudaginn og þaðan muni hann fara norður með strönd Bandaríkjanna á fimmtudaginn. Eyjurnar Abaco og Grand Bahama hafa orðið hvað verst úti vegna Dorian en þar olli hann gífurlegum sjávarflóðum. Um 70 þúsund manns búa á eyjunum. AP fréttaveitan lýsir því á þann veg að vatnið hafi náð upp á aðrar hæðir húsa og fólk hafi leitað skjóls á háaloftum.Rauði krossinn áætlar að um 13 þúsund heimili séu skemmd eða eyðilögð en búið var að vara við því að sjávarflóð gætu farið sjö metra upp fyrir hefðbundið sjávarmál.Embættismenn á Bahama segja að yfirvöldum hafi borist gífurlegur fjöldi hjálparbeiðna og þar á meðal beiðni um að fimm mánaða barn hafi verið fast á þaki húss. Hubert Minnis, forsætisráðherra Bahamaeyja, segir þetta sögulegan harmleik. „Eyðileggingin er án fordæma og mjög umfangsmikil,“ segir Minnis.Einungis einn fellibylur hefur mælst kröftugri en Dorian en það var fellibylurinn Allen og var það árið 1980. Þá mældist vindhraðinn um 85 metrar á sekúndu. Allen náði þó ekki landi með þeim styrk. Hundruðum þúsunda manna hefur verið gert að flýja heimili sín í Flórída, Georgíu og Suður-Karólínu en þar er einnig búist við miklum flóðum. Gert er ráð fyrir því að Dorian muni ekki ná landi á meginlandi Bandaríkjanna en það þykir þó mjög tæpt, miðað við nýjustu spár. Einungis nokkra kílómetra frávik þarf til að auga fellibylsins nái landi. Bahamaeyjar Bandaríkin Fellibylurinn Dorian Tengdar fréttir Myndband tekið utan úr geimnum sýnir gífurlegt umfang fellibylsins Dorian Dorian er nú skilgreindur sem fimmta stigs fellibylur og er um að ræða sterkustu vinda sem mælst hafa á norðvesturhluta Bahamaeyja. 1. september 2019 19:16 Fordæmalaust hamfaraveður Þök tættust af húsum og bílar tókust á loft. Þá hafa öldur við strandlengjuna verið fimm til sjö metrum hærri en þekkist, sem valdir hefur flóðum víða. 2. september 2019 19:15 Sterkasti fellibylur sem gengið hefur yfir Bahamaeyjar Varað er við lífshættulegum sjávarflóðum þegar fellibylurinn Dorian gengur yfir Bahamaeyjar. 2. september 2019 07:23 Dorian orðinn fimmta stigs fellibylur Íbúar á Bahamas búa sig nú undir fellibylinn Dorian en búist er við því að fellibylurinn nái landi seinna í dag. 1. september 2019 13:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Fellibylurinn Dorian hefur misst mikinn styrk og er nú skilgreindur sem þriðja stigs fellibylur. Hann er þó enn nánast kyrr yfir Bahamaeyjum og heldur áfram að valda þar miklum skaða og manntjóni. Minnst fimm eru dánir en vindhraði Dorian hefur minnkað í um 57 metra á sekúndu, eins og hann mældist mestur í morgun. Óttast er að tala látinna muni hækka. Veðurfræðingar í Bandaríkjunum búast við því að Dorian muni færast „hættulega nálægt“ ströndum Flórída næstu nótt og á miðvikudaginn og þaðan muni hann fara norður með strönd Bandaríkjanna á fimmtudaginn. Eyjurnar Abaco og Grand Bahama hafa orðið hvað verst úti vegna Dorian en þar olli hann gífurlegum sjávarflóðum. Um 70 þúsund manns búa á eyjunum. AP fréttaveitan lýsir því á þann veg að vatnið hafi náð upp á aðrar hæðir húsa og fólk hafi leitað skjóls á háaloftum.Rauði krossinn áætlar að um 13 þúsund heimili séu skemmd eða eyðilögð en búið var að vara við því að sjávarflóð gætu farið sjö metra upp fyrir hefðbundið sjávarmál.Embættismenn á Bahama segja að yfirvöldum hafi borist gífurlegur fjöldi hjálparbeiðna og þar á meðal beiðni um að fimm mánaða barn hafi verið fast á þaki húss. Hubert Minnis, forsætisráðherra Bahamaeyja, segir þetta sögulegan harmleik. „Eyðileggingin er án fordæma og mjög umfangsmikil,“ segir Minnis.Einungis einn fellibylur hefur mælst kröftugri en Dorian en það var fellibylurinn Allen og var það árið 1980. Þá mældist vindhraðinn um 85 metrar á sekúndu. Allen náði þó ekki landi með þeim styrk. Hundruðum þúsunda manna hefur verið gert að flýja heimili sín í Flórída, Georgíu og Suður-Karólínu en þar er einnig búist við miklum flóðum. Gert er ráð fyrir því að Dorian muni ekki ná landi á meginlandi Bandaríkjanna en það þykir þó mjög tæpt, miðað við nýjustu spár. Einungis nokkra kílómetra frávik þarf til að auga fellibylsins nái landi.
Bahamaeyjar Bandaríkin Fellibylurinn Dorian Tengdar fréttir Myndband tekið utan úr geimnum sýnir gífurlegt umfang fellibylsins Dorian Dorian er nú skilgreindur sem fimmta stigs fellibylur og er um að ræða sterkustu vinda sem mælst hafa á norðvesturhluta Bahamaeyja. 1. september 2019 19:16 Fordæmalaust hamfaraveður Þök tættust af húsum og bílar tókust á loft. Þá hafa öldur við strandlengjuna verið fimm til sjö metrum hærri en þekkist, sem valdir hefur flóðum víða. 2. september 2019 19:15 Sterkasti fellibylur sem gengið hefur yfir Bahamaeyjar Varað er við lífshættulegum sjávarflóðum þegar fellibylurinn Dorian gengur yfir Bahamaeyjar. 2. september 2019 07:23 Dorian orðinn fimmta stigs fellibylur Íbúar á Bahamas búa sig nú undir fellibylinn Dorian en búist er við því að fellibylurinn nái landi seinna í dag. 1. september 2019 13:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Myndband tekið utan úr geimnum sýnir gífurlegt umfang fellibylsins Dorian Dorian er nú skilgreindur sem fimmta stigs fellibylur og er um að ræða sterkustu vinda sem mælst hafa á norðvesturhluta Bahamaeyja. 1. september 2019 19:16
Fordæmalaust hamfaraveður Þök tættust af húsum og bílar tókust á loft. Þá hafa öldur við strandlengjuna verið fimm til sjö metrum hærri en þekkist, sem valdir hefur flóðum víða. 2. september 2019 19:15
Sterkasti fellibylur sem gengið hefur yfir Bahamaeyjar Varað er við lífshættulegum sjávarflóðum þegar fellibylurinn Dorian gengur yfir Bahamaeyjar. 2. september 2019 07:23
Dorian orðinn fimmta stigs fellibylur Íbúar á Bahamas búa sig nú undir fellibylinn Dorian en búist er við því að fellibylurinn nái landi seinna í dag. 1. september 2019 13:00