Íslenski boltinn

Samningi fyrirliða Aftureldingar sagt upp

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ondo hefur verið fyrirliði Aftureldingar í sumar.
Ondo hefur verið fyrirliði Aftureldingar í sumar. fbl/sigtryggur ari
Afturelding hefur sagt samningi Loic Ondo, fyrirliða meistaraflokks karla í fótbolta, upp.

Guðbjörg Fanndal Torfadóttir, formaður knattspyrnudeildar Aftureldingar, staðfesti þetta við Vísi. Hún vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið.

Ondo, sem er frá Gabon, hefur leikið hér á landi síðan 2010; með Grindavík, BÍ/Bolungarvík, Fjarðabyggð, Gróttu og tvö síðustu tímabil með Aftureldingu.

Ondo lék 20 af 22 leikjum Aftureldingar í 2. deildinni í fyrra. Í sumar hefur hann leikið 18 af 19 leikjum liðsins í Inkasso-deildinni og verið fyrirliði þess.

Afturelding er í 9. sæti deildarinnar með 19 stig, þremur stigum frá fallsæti þegar þremur umferðum er ólokið.

Ondo er yngri bróðir Gilles Mbang Ondo sem varð markakóngur Pepsi-deildarinnar 2010. Gilles Ondo leikur í dag með Þrótti Vogum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×