Enski boltinn

Laporte spilar líklega ekki meira á þessu ári

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Laporte borinn af velli
Laporte borinn af velli vísir/getty

Ensku meistararnir í Manchester City verða án síns besta varnarmanns næstu mánuðina þar sem franski miðvörðurinn Aymeric Laporte mun þurfa góðan tíma til að jafna sig eftir aðgerð.

Laporte meiddist á hné í 4-0 sigri Man City á Brighton um síðustu helgi og var borinn af velli.

Man City greindi frá því í gær að Laporte hefði farið í aðgerð á hné en hún var framkvæmd í Barcelona af spænska lækninum Ramon Cugat sem þykir einn sá færasti á sínu sviði.

Ekki kemur fram í tilkynningu félagsins hversu lengi Laporte verður frá en enskir fjölmiðlar segja frá því að Laporte muni líklega ekki snúa aftur á völlinn fyrr en í upphafi nýs árs.

Laporte var einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og sá fram á að fá loksins tækifæri með franska landsliðinu í komandi landsliðsverkefni en þurfti að draga sig úr hópnum í kjölfar meiðslanna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.