Enski boltinn

Juventus á eftir þremur leikmönnum Manchester United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David de Gea and Eric Bailly eftir að hafa fengið á sig mark á móti Brighton & Hove Albion.
David de Gea and Eric Bailly eftir að hafa fengið á sig mark á móti Brighton & Hove Albion. Getty/Matthew Peters
Þrír leikmenn Manchester United gætu allir verið á förum til Ítalíu næsta sumar en marka má fréttir frá Ítalíu.Ítalska félagið Juventus hefur verið duglegt að safna að sér leikmönnum síðustu misseri og er með svo mikla breidd að það var hvorki pláss fyrir Emre Can eða Mario Mandzukic í Meistaradeildarhóp liðsins.Ítalska stórblaðið Gazzetta Dello Sport slær því upp í dag eða Juventus vilji frá United leikmennina David de Gea, Eric Bailly og Nemanja Matic. Teamtalk segir frá.Það væri stór ákvörðun fyrir Manchester United að selja 28 ára markvörð (David de Gea) og 25 ára miðvörð (Eric Bailly) til ítalska félagsins en stuðningsmenn Manchester United myndu eflaust fagna sölunni á hinum 31 árs gamla serbneska miðjumanni Nemanja Matic.Juventus hefur lagt það í vana sinn að banka á dyrnar hjá leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar þegar samningur þeirra er að renna út. Liðið fékk síðast Aaron Ramsey á frjálsri sölu þegar samningur hans við Arsenal var á enda.Mikil óvissa er um framtíð David de Gea og hann gæti mögulega farið frá United strax í janúar. Hann er aðalmarkvörður Manchester United en gæti yfirgefið félagið á frjálsri sölu sumarið 2020.Eric Bailly hefur verið einstaklega óheppinn með meiðsli og hefur ekkert spilað síðan að hann meiddist alvarlega í leik á móti Tottenham á undirbúningstímabilinu. Koma Harry Maguire hefur séð til þess að það er ekki mikil framtíð fyrir hann hjá United.Ole Gunnar Solskjær hefur ekki viljað notað mikið Nemanja Matic á þessu tímabili og leikmaður eins og Scott McTominay er á undan hinum í goggunarröðinni. Matic gæti bæði farið í janúar eða í sumar en það er mjög ólíklegt að hann verði enn leikmaður Manchester United í byrjun 2020-21 tímabilisins.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.